3.12.2009 kl. 12:09
Erlingur efstur á æfingu.
Erlingur Þorsteinsson varð efstur á skákæfingu sem fram fór á Laugum í gærkvöldi. Hann fékk 5 vinninga af 6 mögulegum. Tefldar voru skákir með 10 mín umhugsunartíma á mann tvöföld umferð.
Úrslit kvöldsins:
1. Erlingur Þorsteinsson 5 vinn af 6 mögul.
2. Baldur daníelsson 4.5
3. Hermann Aðalsteinsson 2,5
4. Sigurbjörn Ásmundsson 0
Óhagstætt veðurfar var þess valdandi að fáir mættu á æfinguna að þessu sinni.
Næsta skákæfing verður á Húsavík að viku liðinni. H.A
