2.9.2009 kl. 23:23
Erlingur og Smári efstir á fyrstu æfingu vetrarins.
Erlingur Þorsteinsson og Smári Sigurðsson urðu efstir og jafnir með 4,5 vinninga á fyrstu skákæfingu vetrarins sem fram fór í Litlulaugskóla nú í kvöld. Þeir gerðu jafntefli innbyrðis og unnu aðrar skákir. Tefldar voru hraðskákir.
Úrslit urðu eftirfarandi:
1-2. Erlingur þorsteinsson 4,5 af 5 mögul.
1-2. Smári Sigurðsson 4,5
3. Ármann Olgeirsson 3
4. Jóhann Sigurðsson 2
5. Hermann Aðalsteinsson 1
6. Sigurbjörn Ásmundsson 0,5
Næsta skákæfing verður að viku liðinni, en ekki er búið að ákveða hvar hún verður. Æfinga og mótaáætlun verður tilbúin á næstu dögum og þá verður hún birt hér á síðunni. H.A.
