Fréttir af félagsfundi.

Í kvöld fór einnig fram félagsfundur í skákfélaginu Goðanum og fékkst niðurstaða í öllum þeim málum sem á dagskrá voru.

Ný lög fyrir félagið voru samþykkt óbreytt eins og þau höfðu verið kynnt fyrir félagsmönnum. Þau verða sett inn á síðuna á morgun.

Æfinga og mótaáætlun verður tilbúin á næstu dögum. Ákveðið var að halda fyrsta haustmót Goðans einhverja helgi í nóvember með 4 atskákum og 3 kappskákum.
Fram að deildarkeppni verða tefldar skákir með umhugsunartíma sem lengist með hverri æfingu. Á síðustu æfingu fyrir deildarkeppnina verðu tefld kappskák.

Íslandsmót skákfélaga: Undirbúningur gengur vel og mönnun í tvær sveitir auk varamanna lítur vel út.

Skákþing Norðlendinga 2010.  Ákveðið var að SÞN 2010 fari fram helgina 9-11 apríl á Húsavík.

Fleira ekki bókað. H.A.