4.9.2009 kl. 20:30
Erlingur Þorsteinsson er genginn í Goðann !
Erlingur Þorsteinsson (2040) (2124 FIDE) er genginn í Goðann úr skálkdeild Fjölnis. Erlingur mun tefla á fyrsta borði í A-sveit Goðans í 4. deild 25-27 september nk. í Reykjavík.
Ekki þarf að fjölyrða um hve mikill fengur það er fyrir félagið að fá hann til liðs við okkur. Erlingur hefur teflt 536 kappskákir á ferlinum. Hann er því sannkallaður reynslubolti.
Erlingur Þorsteinsson.
Erlingur flutti í Lauga í Reykjadal nú í ágúst og kennir við framhaldsskólann á Laugum í vetur.
A-sveit Goðans styrkist því til muna með tilkomu Erlings í Goðann og Sindra Guðjónssonar sem gekk til liðs við félagið fyr í vikunni. Eins munar mikið um endurkomu Sigurðar Jóns Gunnarssonar (1880) að skákborðinu. Þessir þrír skákmenn skipa væntanlega þrjú efstu borðin í A-sveitinni. H.A.