Felix Steinþórsson sigraði með 4,5v í fimm skákum í eldri flokki á barna- og unglinga æfingu hjá Huginn í Mjóddinni. Annar varð Óskar Víkingur Davíðsson með 4v. Þriðji varð svo Dawid Kolka með 3,5v. Í yngri flokk varð Alexander Már Bjarnþórsson efstur með fullt hús 5v í jafn mörgum skákum. Annar var svo Baltasar Máni Wedholm með 4v. Þriðja sætinu náði svo Ísak Orri Karlsson með 3v eins og Óttar Örn Bergmann en Ísak Orri var hærri á stigum.
Í æfingunni tóku þátt: Felix Steinþórsson, Óskar Víkingur Davíðsson, Dawid Kolka, Sindri Snær Kristófersson, Birgir Ívarsson, Gabríel Sær Bjarnþórsson, Stefán Orri Davíðsson, Brynjar Haraldsson, Alexander Már Bjarnþórsson, Baltasar Máni Wedholm Gunnarsson, Ísak Orri Karlsson, Óttar Örn Bergmann Sigfússon, Arnar Jónsson, Axel Ingi Árnason, Karitas Jónsdóttir, Adam Omarsson og Róbert Antionio V. Róbertsson.
Næsta æfing verður mánudaginn 15. desember og hefst kl. 17.15. Það verður jafnframt síðasta æfingin á þessu ári, Æfingarnar eru í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Gengið er inn milli Subway og Fröken Júlíu og salurinn er á þriðju hæð.