13.6.2011 kl. 08:52
Fide-meistarinn Sigurður Daði Sigfússon gengur til liðs við Goðann.
Fide-meistarinn Sigurður Daði Sigfússon (2337) er genginn til liðs við Goðann frá SFÍ.
Hann gekk frá félagaskiptunum um helgina. Afar mikill fengur er af komu Sigurðar Daða til liðs við Goðann, enda er hann stigahæsti félagsmaður Goðans og kemur til með að styrkja A-lið Goðans gríðarlega fyrir komandi átök í 2. deild á Íslandsmóti skákfélaga næsta vetur.
Sigurður Daði Sigfússon (t.h) á Friðriksmótinu árið 2007. Mynd af Skák.is
Sigurður Daði Sigfússon hefur teflt opinberlega í rúm 30 ár og búinn að vera með um
og yfir 2300 stig í 20 ár. Sigurður hefur náð yfir 2400 á íslenskum stigum og
hæst 2381 á FIDE stigum. Sigurður er Fide-meistari og er búinn að ná í einn IM áfanga. Hann hefur orðið
Skákmeistari Reykjavikur og Skákmeistari TR ásamt
Norðulandameistaratitlum í sveitakeppni (grunnskóla og menntaskóla).
Besti árangur var sigur á alþjóðlegu móti KB banka árið 2006 og sigur á
móti í Ungverjalandi 2001. Sigurður vann Stigamót Hellis sem er fram fór nú nýlega.
