Meistaramót Hugins hófst síðastliðið mánudagskvöld og eins við var búist var nokkur stigamunur milli keppenda. Þótt flest úrslit væru eftir bókinni þá létu þeir stigalægri oft finna fyrir sér þannig að sá stigahærri þurfti að hafa töluvert fyrir sigrinum. Jafntefli Stefáns Orra Davíðssonar og Birkis Ísaks Jóhannssonar á fimmta borði var eina undantekningin á þessum ritma. Það var Birkir Ísak sem þurfti að sýna töluverða útsjónarsemi til að verjast skiptamun undir í endatafli.

Að þessu sinni eru keppendur á Meistaramóti Hugins skemmtileg blanda af yngri skákmönnum og þeim eldri og í sumum tilvikum reyndari en þó ekki öllum tilvikum. Tveir keppendur hafa ekki áður sést á kappskákmótum hér á landi en það eru það eru Ingi Freyr Hafdísarson og Magnús Sigurðsson. Magnús tefldi nokkuð á þeim árum sem hann dvaldi í Danmörku en er samt ekki með dönsk stig. Svo er Ingólfur Gíslason mættur til leiks efir áratuga hlé. Þeir eru allir stigalausir á alþjóðlegum stigum en Ingólfur er með gömul íslensk stig.

2. umferð verður tefld mánudaginn 17. september og hefst kl. 19.30. Þá mætast m.a. Óskar Maggason og Björgvin Víglundsson, Gauti Páll Jónsson og Ingólfur Gíslason, Páll Þórsson og Ögmundur Kristinsson og svo mætast þeir nafnar Óskar Víkingur og Óskar Long.

Úrslit 1. umferðar í chess-results:

Pörun 2. umerðar í chess-results: