Framsýn styrkir Goðann

Framsýn- stéttarfélag hefur samþykkt að koma myndarlega að starfi Skákfélagsins Goðans í vetur. Félagsvæði skákfélagsins eru Þingeyjarsýslurnar báðar og Húsavík. Þó er búseta á félagssvæðinu alls ekki skilyrði fyrir félagsaðild. Framsýn mun leggja skákfélaginu til aðstöðu í vetur í fundarsal stéttarfélaganna að Garðarsbraut 26 á Húsavík. Sérstakt skákmót, Framsýnarskákmótið, verður haldið 12. til 14. nóvember.
null

Að sögn Aðalsteins Á. Baldurssonar formanns Framsýnar er eitt af markmiðum félagsins að efla æskulýðs- og íþróttastarfsemi á félagssvæðinu. Liður í því væri að koma myndarlega að starfi Skákfélagsins Goðans. Hermann Aðalsteinsson formaður Goðans sagðist afar ánægður með framlag Framsýnar til starfsins hjá skákfélaginu. Styrkur Framsýnar hjálpaði til við að efla félagsstarfið enn frekar. Hann vildi einnig koma því á framfæri að það væru allir velkomnir í félagið og hvatti menn til að setja sig í samband við hann en Skákfélagið stendur fyrir reglulegum skákæfingum.

skak0910%20001

Heimir Bessason teflir hér við ungan skákmann en vetrarstarfið er hafið hjá Skákfélaginu Goðanum.

skak0910%20005

Hermann Aðalsteinsson formaður skákfélagsins er ánægður með samstarfið við Framsýn og telur það efla skákíþróttina í Þingeyjarsýslum.

Heimasíða Framsýn-stéttarfélags: http://www.framsyn.is