Framsýnarmótið 2015 verður haldið í matsal fyrrverandi Litlaugaskóla á Laugum í Reykjadal helgina 23-25 október nk. Tefldar verða 7 umferðir alls, fyrstu fjórar með atksákartímamörkum (25 mín) en þrjár síðustu skákirnar með 90 mín + 30 sek/leik.

Þátttökugjald 2000 kr en 1000 kr fyrir 16 ára og yngri.
Dagskrá:

Föstudagur 23. október kl 20:00  1. umferð
Föstudagur 23. október kl 21:00  2. umferð
Föstudagur 23. október kl 22:00  3. umferð
Föstudagur 23. október kl 23:00  4. umferð

Laugardagur 24. október kl 10:30  5. umferð
Laugardagur 24. október kl 16:30  6. umferð

Sunnudagur 25. október  kl 10:30  7. umferð

 

Sá möguleiki verður fyrir hendi að hnika tímasetningu til á einstökum skákum í umferðum 5-7.

Mótið verður reiknað til Fide-skákstiga, Fide-atskákstiga og Íslenskra skákstiga.

Skráning.

Hægt verður að skrá sig til keppni fram til kl 19:30 á föstudag, eða 30 mín áður en mótið hefst.

Verðlaun.

Veittir verða eignarbikarar í verðlaun handa þremur efstu af félagsmönnum Hugins og einnig fyrir þrjá efstu utanfélagsmenn.

Hverjum keppanda fyrir sig verður heimilt að taka sjálfvalda yfirsetu (bye) einu sinni í mótinu í umferðum 1-6. Óskir um sjálfvalda yfirsetu (bye) verða að berast áður en næstu umferð á undan lýkur.
Nánari upplýsingar um mótið fást hjá Hermanni Aðalsteinssyni í síma 821-3187

Skráning í mótið fer fram hér.  

Skráðir keppendur