Frank Gerritsen og Batel Goitom Haile voru efst og jöfn með 4v af 5 mögulegum á æfingu 5. mars sl.Í fyrsta stigaútreikningi voru þau einnig jöfn með 12 stig en í öðrum útreikningi hafði Frank betur með 14,5 stig gegn 14 stium hjá Batel. Þar með hafði Frank unnið Huginsæfingu í fyrsta sinn. Batle hlaut annað sætið. Um þriðja sætið var ekki minni barátta því þar voru fjórir jafnir með 3v og eftir mikinn stigaútreikning hlaut Rayan Sharifa þriðja sætið. Í næstu sætum komu Einar Dagur Brynjarsson, Elfar Ingi Þorsteinsson og Árni Benediktsson. Ekkert dæmi var lagt fyrir á æfingunni en þemaskák var í þremur umferðum í eldri flokki og haldið var áfram með c3 afbrigðið í sikileyjarvörn þegar svartur svarar með 2….Rf6.
Á æfingu 12. mars sl. sigraði Rayan Sharifa með fullu húsi 5v af fimm mögulegum. Næstir komu jafnir Garðar Már Einarsson og Elfar Ingi Þorsteinsson með 3,5. Hér varð Garðar hlutskarpari með 14,5 stig gegn 13,5 stigum hjá Elfari. Garðar var því annar og Elfar þriðji.
Í þessum æfingum tóku þátt: Frank Gerritsen, Batel Goitom Haile, Rayan Sharifa, Einar Dagur Brynjarsson, Elfar Ingi Þorsteinsson, Árni Benediktsson, Ívar Örn Lúðvíksson, Óttar Örn Bergmann Sigfússon, Viktor Már Guðmundsson, Garðar Már Einarsson, Brynjólfur Yan Brynjólfsson, Lemuel Goitom Haile, Andri Hrannar Elvarsson og Jón Kristinn Stefánsson..
Næsta æfing verður mánudaginn 19. mars 2018 og hefst kl. 17.15. Æfingarnar eru í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Gengið er inn milli Subway og Lyfjaval í Mjódd og salurinn er á þriðju hæð.
