Fréttir af barna- og unglingastarfi GM Hellis í Mjóddinni

Barna- og unglingaæfingar GM Hellis í Mjóddinni hafa verið afar vel sóttar í vetur og það bæði við um almennu æfingarnar sem eru á mánudögum sem og stelpuæfingarnar á miðvikudögum. Þegar mest hefur verið hafa um 50 krakkar sótt æfingarnar í viku hverri. 

IMG 1923
 

Á stelpuæfingunum sem Elsa María Kristínardóttir og Jóhanna Björg Jóhannsdóttir hafa umsjón með hafa að jafnaði sótt 10-20 stelpur og er kominn kjarni af skákstelpum sem sækja æfingarnar reglulega. Þær hafa verið með hefbundnar æfingar þar sem þátttakendur tefla saman og blandað saman við kennslu eins og aðstæður hafa boðið upp á. Einnig hafa Lenka Ptáchníková og Hjörvar Steinn Grétarsson teflt fjöltefli á æfingunum við mikla ánægju þátttakenda.

IMG 1912

Helstu barna- og unglingamót félagsins sem haldin verða á suðursvæði er lokið. Í október var unglingameistaramót félagsins. Rétt fyrir jól var fjölmennt jólapakkamótið í Ráðhúsinu og rétt fyrir páska var vel sótt páskaeggjamót. Um miðjan febrúar brugðu svo nokkrir félagsmenn undir sig betri fætinum og lögðu land undir fót og héldu norður í Þingeyjarsýslu og héldu sameiginlegt barna-og unglingamót með félagsmönnum á norðursvæði. Þar varð Óskar Víkingur hlutskarpastur yngri félagsmanna. Lokaspretturinn á barna- og unglingaæfingum er framundan en almennu æfingunum líkur mánudaginn 2. júní. Heimir Páll Ragnarsson og Óskar Víkingur Davíðsson eru efstir í stigakeppni æfinganna með 29 stig. Þriðji er Dawid Kolka með 26 stig. Stigakeppni æfinganna hefur sjaldan verið jafnari og spennandi og margir sem eiga möguleika á verðlaunasæti. Það hafa margir mætt vel á æfingarar en best allra hefur Halldór Atli Kristjánsson mætt eða 31 sinni en næstir koma svo Alec Elías Sigurðarsson, Brynjar Haraldsson og Óskar Víkingur Davíðsson með 30 mætingar. Næsta æfing verður 28. apríl nk og hefst kl. 17.15. Stefnt er að því að skipta þá í tvo flokka eftir styrkleika og aldri. Tefld verður þemskák í eldri flokki í tveimur fyrstu umferðunum en hefðbundin æfingin í yngri flokki. Æfingarnar eru í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Inngangur milli Fröken Júlíu og Subway og salurinn er á 3 hæð. Umsjón með þessum æfingum í vetur hafa haft Erla Hlín Hjálmarsdóttir og Vigfús Ó. Vigfússon

feb. 2014 028[1]
 

Á síðustu æfingunni í byrjun júní verða veitt verðlaun fyrir góða mætingu, framfarir á æfingunum í vetur og þeim sem eru efstir í stigakeppninni. Staðan í stigakeppninni og listi yfir þá sem hafa mætt best er hér fyrir neðan.

IMG_1927

Með besta mætingu eru:

Halldór Atli Kristjánsson                31 mætingar

Alec Elías Sigurðarson                   30 —-“——

Brynjar Haraldsson                       30 —-“——

Óskar Víkingur Davíðsson             30 —-“——

Adam Omarsson                           28 —-“——

Birgir Ívarsson                              26 —-“——

Egill Úlfarsson                               26 —-“——

Ívar Andri Hannesson                   26 —-“——

Oddur Þór Unnsteinsson              26 —-“——

Stefán Orri Davíðsson                   26 —-“——

Sindri Snær Kristófersson             24 —-“——

Heimir Páll Ragnarsson                 24 —-“——

Róbert Luu                                    23 —-“——

Óttar Örn Bergmann                     19 —-“——

Sævar Breki Snorrason                 18 —-“——

Aron Kristinn Jónsson                   17 —-“——

Baltasar Máni Wetholm                 17 —-“——

IMG_1921
 

Efstir í stigakeppninni:

1. Óskar Víkingur Davíðsson     29 stig

2. Heimir Páll Ragnarsson         29   –

3. Dawid Kolka                          26   –

4. Brynjar Haraldsson               22   –

5. Mikhael Kravchuk                  22   –

6. Stefán Orri Davíðsson           20   –

7. Baltasar Máni Wedholm        17   –

8. Róbert Luu                            16   –

9. Felix Steinþórsson                14   –

10. Sindri Snær Kristófersson   13   –

11. Egill Úlfarsson                     12   –

12. Alec Elías Sigurðarson        11   –