Fréttir af barna- og unglingastarfi GM Hellis í Mjóddinni.

IMG_1623
Dawid Kolka og Mikhael Kravchuk eru efstir í stigakeppni GM Hellisæfinganna í Mjóddinni með 21 stig. Jafnar í þriðja til fimmta sæti eru Óskar Víkingur Davíðsson, Brynjar Haraldsson og Róbert Luu með 13 stig. Það hefur verið ágæt mæting á haustmisseri, sérstaklega seinni hlutann en það hafa 15 þátttakendur mætt á 11 eða fleiri æfingar af 17 mögulegum. Þar af hafa þrír mætt á þær allar en það eru Brynjar Haraldsson, Halldór Atli Kristjánsson og Óskar Víkingur Davíðsson. Næsta æfing verður svo 13. janúar 2013 og hefst kl. 17.15. Stefnt er að því að skipta þá í tvo flokka eftir styrkleika og aldri. Æfingarnar eru í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Inngangur milli Fröken Júlíu og Subway og salurinn er á 3 hæð.

Farið verður norður í Þingeyjarsýslu helgina 14. – 16. febrúar 2014 og haldið sameiginlegt barna- og unglingamót með norðurhluta félagsins. Mótið verður verður þó með því afbrigði að skákforeldrar og fararstjórar fá að tefla með sem gestir í mótinu. Gist og teflt verður í Árbót í Þingeyjarsýslu. Farið með rútu norður og kostnaði verður haldið í hófi. Þeir sem eru áhugasamir um að fara hafi samband við Vigfús á unglingaæfingum eða í síma-866-0116.

Kennsla hófst fyrir félagsmenn þegar líða tók á veturinn. Hún hefur verið á laugardagsmorgnum og svo stöku tímar þar fyrir utan. Þáttakendum hefur verið skipt í hópa 2-3 saman og farið var í peðsendatöfl og taktískar æfingar fyrir áramót. Eftir áramót var byrjað á hróksendatöflum og verða teknir 2 tímar í þau áður en við lítum aftur á peðsendatöflin og fleira eins og stöðulega veikleika.

Í lok vetrar verða veitt bókarverðlaun handa þeim sem mætt hafa best yfir veturinn og til þeirra sem sýnt hafa verulegar framfarir yfir veturinn og þeirra sem eru efstir í stigakeppninni. Staðan í stigakeppninni og listi yfir þá sem hafa mætt best er hér fyrir neðan.

Með besta mætingu eru:

IMG_1639
Brynjar Haraldsson                   17 mætingar

Halldór Atli Kristjánsson            17 —-„——

Óskar Víkingur Davíðsson          17 —-„—–

Alec Elías Sigurðarson               16 —-„——

Ívar Andri Hannesson               16 —-„——

Adam Omarsson                        15 —-„——

Egill Úlfarsson                            15 —-„——

Róbert Luu                                14 —-„——

Birgir Ívarsson                           13 —-„——

IMG_1633
Dawid Kolka                              13 —-„——

Stefán Orri Davíðsson               13 —-„——

Mikhael Kravchuk                      12 —-„——

Sindri Snær Kristófersson          12 —-„——

Heimir Páll Ragnarsson             11 —-„——

Oddur Þór Unnsteinsson          11 —-„——

 

Efstir í stigakeppninni:

1. Dawid Kolka                                    21 stig

2. Mikhael Kravchuk                            21   –

3. Óskar Víkingur Davíðsson               13   –

4. Brynjar Haraldsson                         13  –

5. Róbert Luu                                      13  –

6. Stefán Orri Davíðsson                     10  –

7. Alec Elías Sigurðarson                      7  –

8. Sindri Snær Kristófersson                 7  –