1.10.2013 kl. 10:01
Gagnaveitumótið – Einar Hjalti vann Stefán Kristjánsson
FIDE-meistarinn Einar Hjalti Jensson (2305) er í miklum ham um þessar mundir. Hann sigraði á Framsýnarmótinu um síðustu helgi og vann stórmeistarann Stefán Kristjánsson (2491) í fimmtu umferð Gagnaveitumótsins – Haustmóts TR í frestaðri skák sem fram fór í gærkvöld.
Einar Hjalti hefur fullt hús rétt eins og Jón Viktor Gunnarsson (2409). Stefán er þriðji með 3,5 vinning og nafni hans Bergsson (2131) er fjórði með 3 vinninga
