11.1.2012 kl. 22:40
Gestamót Goðans haldið í fyrsta sinn.
Goðinn efnir til
lokaðs æfingamóts í S-V goðorði félagsins 12. janúar – 23. febrúar 2012.
Teflt verður einu sinni í viku, 7 umferðir alls, og er mótið m.a.
hannað til upphitunar fyrir lokaátökin í Íslandsmóti skákfélaga í mars.
Um
er að ræða langsterkasta mót sem Goðinn hefur staðið að til þessa. Til
leiks mæta nokkrir af öflugustu skákmönnum Goðans ásamt stigaháum og
grjóthörðum boðsgestum frá öðrum skákfélögum. Meðal keppenda eru
stórmeistari, þrír alþjóðlegir meistarar og fimm Fidemeistarar ásamt
nokkrum Íslandsmeisturum og fleiri sigurvegurum kunnra skákmóta sem eru
til alls líklegir.
Sérstaklega
er ánægjulegt að nokkrir af hinum bráðefnilegu öðlingum eldri
kynslóðarinnar taka þátt. Þar má nefna snillingana Gunnar Gunnarsson,
Jónas Þorvaldsson og Harvey Georgsson að ógleymdum okkar manni, Birni
Þorsteinsssyni.
Goðinn
býður gesti sína velkomna og óskar keppendum öllum ánægjustunda og
aukinnar þekkingar á leyndum dómum hinnar göfgu listar.
Mótsstjórar eru Hermann Aðalsteinsson og Einar Hjalti Jensson.
Yfirskákdómari er Gunnar Björnsson.
Keppendur:
| 1 | IM | Björn Þorfinnsson |
2406 |
| 2 | GM | Þröstur Þórhallsson | 2400 |
| 3 | FM | Sigurbjörn Björnsson | 2379 |
| 4 | IM | Björvin Jónsson | 2359 |
| 5 | IM | Dagur Arngrímsson | 2346 |
| 6 | FM | Ingvar Þór Jóhannesson |
2337 |
| 7 | FM | Sigurður Daði Sigfússon |
2336 |
| 8 | Jónas Þorvaldsson | 2289 | |
| 9 | FM | Halldór Grétar Einarsson | 2248 |
| 10 | Einar Hjalti Jensson | 2241 | |
| 11 | Kristján Eðvarðsson | 2223 | |
| 12 | Björn Þorsteinsson | 2214 | |
| 13 | Hrafn Loftsson | 2203 | |
| 14 | Harvey Georgsson | 2188 | |
| 15 | Gunnar Gunnarsson | 2183 | |
| 16 | Gylfi Þóhallsson | 2177 | |
| 17 | FM | Tómas Björnsson | 2154 |
| 18 | Þorvarður F. Ólafsson | 2142 | |
| 19 | Jón Þorvaldsson | ÍSL 2083 |
|
| 20 | Sigurður Jón Gunnarsson |
1966 | |
| 21 | Páll Ágúst Jónsson | 1930 | |
| 22 | Benedikt Þorri Sigurjónsson |
ÍSL 1712 |
