Ævar efstur eftir tvær umferðir.

Ævar Ákason vann fyrstu tvær skákirnar á skákæfinga-röð sem hófst á mánudsgskvöldið. Tímamörkin voru 30 mín á mann og verða tefldar tvær umferðir á næstu þremur skákæfingum. 

Staðan eftir 2 umferðir.

1.    Ævar Ákason                 2 vinninga af 2 mögul.
2-3. Smári Sigurðsson          1,5
2-3. Snorri Hallgrímsson       1,5

Aðrir minna.

Alls taka 10 skákmenn þátt í æfinga-röðinni, sem verður framhaldið nk. mánudag á Húsavík.