10.8.2008 kl. 21:55
Goðheimar.
Nú hefur verið opnaður spjallvefur sem hlotið hefur nafnið Goðheimar ! Það er formaður Goðans sem stendur fyrir þessum spjallvef. Félagsmenn eru hvattir til að skrá sig inn sem notendur.
Goðheimar eru einungis fyrir félagsmenn í skákfélaginu Goðanum.
Slóðin þangað er : http://www.atfreeforum.com/godin/ (Sjá tenglasafn)
Goðheimar eru með svipuðu sniði og Skákhornið. Þar er hægt að setja inn fyrirspurnir til stjórnar um hvað eina það sem félagsmenn vanhagar um. Einnig er hægt að setja þar inn skákþrautir svo að eitthvað sé nefnt.
Stjórn vonast eftir því að félagsmenn notfæri sér þennan spjallvef. H.A.
