24.8.2011 kl. 16:49
Goðinn – Hellir á föstudagskvöld.
Goðinn mætir Helli í 8-liða úrslitum hraðskákeppni taflfélaga nk. föstudagskvöld kl 20:30. Viðureignin fer fram í Suðurvangi í Hafnarfirði, á heimili Jóns Þorvaldssonar, sem er heimavöllur og félagsheimili Goðans á suð-vesturhorninu.
Góðar líkur eru á því að Goðinn geti stillt upp sínu sterkasta liði gegn Hellisbúum og ekki veitir af enda Hellir núverandi Íslandsmeistarar í hraðskák.
Viðureignin hefst kl 20:30
