29.8.2008 kl. 22:10
Goðinn með 2 sveitir á Íslandsmót skákfélaga !
Nú er það ljóst að Goðinn mætir með 2 skáksveitir (A og B-sveit) til keppni á Íslandsmót skákfélaga (4 deild) 3-5 október n.k. í Reykjavík. Það er sérstaklega ánægjulegt að svona margir gefi kost á sér til þátttöku í mótinu og þakkar stjórn Goðans þeim kærlega fyrir.
12 keppendur hafa staðfest þátttöku. Þeir eru :
Ármann Olgeirsson
Baldur Daníelsson
Baldvin Þór Jóhannesson
Barði Einarsson
Hallur Birkir Reynisson
Hermann Aðalsteinsson
Jakob Sævar Sigurðsson
Pétur Gíslason
Rúnar Ísleifsson
Smári Sigurðsson
Sigurður Jón Gunnarsson
Tómas Veigar Sigurðarson
Verði engin forföll á framangreindum keppendum er ljóst að Goðinn stillir upp sínu sterkasta mögulega liði, því allir sterkustu skákmenn félagsins ætla að vera með. A-sveit Goðans verður töluvert sterkari en í fyrra því aðeins verða 2 keppendur úr skáksveit félagsins frá því í fyrra í A-sveitinni núna. Aðeins tveir keppendur í A-sveitinni eru undir 1700 skákstigum (Íslensk) og annar þeirra er með 1695 stig.
Markmiðið félagsins er að A-sveitin nái að vinna sig upp í 3. deild að ári. Það ætti að vera vel raunhæft núna.
B-sveit félagsins verður álíka sterk og þegar Goðinn sendi sína fyrstu skáksveit til keppni á Íslandsmóti skákfélaga 2006-7 enda skipuð, að mestu, sama mannskap og þá en sá mannskapur er nú reynslunni ríkari.
Nú vantar aðeins 2 keppendur í viðbót því við verðum að geta skipt inná ef forföll verða í hópnum.
Áhugasömum er bent á að hafa samband við formann hið fyrsta. H.A.
Viðbætur.
Ævar Ákason var að bætast í hópinn. Samtal hafa því 13 keppendur skráð sig til leiks !
