Mætum Bolvíkingum í undanúrslitum 5. sept

Dregið var fyrr í dag til undanúrslita Hraðskákkeppni taflfélaga. Stóra viðureignin undanúrslita er viðureign Bolvíkinga sem mörðu Eyjamenn í gær og Goðans-Máta, sem hafa farið illa með Reykjavíkurfélögin TR og Helli í fyrri umferðum.

Félagsmerki Goðinn Mátar

Skákfélag Akureyrar mætir svo sigurvegaranum úr viðureign Víkingaklúbbsins og Skákfélags Íslands sem mætast á þriðjudaginn.

Það eru fastir leikdagar á undaúrslitum og úrslitum keppninnar. Undanúrslitin fara fram á fimmtudaginn 5. september kl. 20 og úrslitin sunnudaginn 8. september kl. 14.