Góðir sigrar á Íslandsmótinu.

Allar skáksveitir Goðans unnu góða sigra í 5. umferð Íslandsmóts skákfélaga í gærkvöld. A-sveit Goðans vann sigur á  B-sveit SA 4,5-1,5. Ásgeir, Björn og Tómas unnu sínar skákir og Einar, Þröstur og Jón gerðu jafntefli.

B-sveit Goðans vann stóran sigur á Æsi 5,5-0,5. Smári, Jakob, Rúnar, Sveinn og Sigurður Jón unnu sínar skákir og Páll Ágúst gerði jafntefli.

C-sveitin vann C-sveit Fjölnis 4-2 . Valur, Snorri, Sighvatur og Benedikt Þorri unnu sínar skákir en Bjössi og Hlynur töpuðu.

Pörun í 6. umferð sést hér:
http://chess-results.com/tnr38867.aspx?art=0&lan=1&m=-1&wi=1000

Staðan efstu liða í 3. deild:

1 1 Vikingaklubburinn A 5 4 1 0 9 21.0 0
2 7 TV B 5 4 0 1 8 20.0 0
3 13 Godinn A 5 3 2 0 8 19.5 0
4 12 TG A 5 3 1 1 7 17.5 0
5 4 Hellir C 5 3 0 2 6 17.0 0
6 11 SA B 5 3 0 2 6 17.0 0

Staða efstu liða í 4. deild:

1 8 Sf. Sauðarkroks 5 5 0 0 10 20.5 0
2 18 SFÍ 5 4 0 1 8 21.0 0
3 20 S.Austurlands 5 4 0 1 8 19.0 0
4 2 Fjolnir B 5 4 0 1 8 18.0 0
5 22 Godinn B 5 3 0 2 6 20.0 0
6 6 TV D 5 2 2 1 6 19.5 0
7 9 UMSB 5 3 0 2 6 19.5 0
8 21 SSON B 5 3 0 2 6 19.5 0
9 15 TR D 5 3 0 2 6 17.0 0
10 4 Vikingaklubburinn B 5 3 0 2 6 16.5 0
11 12 Godinn C 5 2 2 1 6 16.5 0
12 5 Kordrengirnir 5 2 1 2 5 15.0 0

A-liðið fær TV-B í 6. umferð
B-liðið fær Kórdrengina og C-liðið fær SFÍ.