Halldór Pálsson sigraði á hraðkvöldi Hugins sem fram fór 19. mars sl. Halldór vann mótið með fullu húsi 10 v í jafn mörgum skákum. Halldór var í góðri stöðu fyrir síðustu umferð.með 2, vinninga forskot og þurfti að tapa báðum skákunum gegn Pétri Jóhannessyni til að gæti náð honum að vinningum. Á meðan glímdu Vigfús og Finnur Kr. Finnsson um annað og þriðja sætið og hafði Vigfús annað sætið að lokum og Finnur varð þriðji.
Tölvan valdi Hjálmar Sigurvaldason í happdrætttinu og hann valdi gjafabréf frá Dominos. Næsta skákkvöld verður hraðkvöld mánudaginn 26. mars nk.
Lokastaðan á akvöldinu:
1. Halldór Pálsson 10v/10
2. Vigfús Ó. Vigfússon 8v
3. Finnur Kr. Finnsson, 5v
4. Björgvin Kristbergsson, 3,5v
5. Hjálmar Sigurvaldason, 3v
6. Pétur Jóhannesson, 0,5v