13.11.2009 kl. 10:29
Haustmót Goðans hefst í kvöld.
Tefldar verða 7 umferðir eftir monrad-kerfi, 3 atskákir og 4 kappskákir.
Mótið verður reiknað til Íslenskra skákstiga og fide-stiga.
Dagskrá:
Föstudagur 13 nóvember kl 20:30 1-3 umferð. (atskák 25 mín )
Laugardagur 14 nóvember kl 10:00 4. umferð. (90 mín +30 sek á leik)
Laugardagur 14 nóvember kl 14:00 5. umferð. ——————-
Sunnudagur 15 nóvember kl 10:00 6. umferð. ——————-
Sunnudagur 15 nóvember kl 14:00 7. umferð. ——————
Hugsanlegt er að 5 og 7. umferð hefjist seinna en ráð er fyrir gert, ef einhverjar skákir dragast á langinn úr 4 eða 6. umferð. Mögulegt verður að fresta skák í 5. umferð til kvöldsins.Mögulegt verður að flýta skák úr 6. umferð þannig, að hún verði tefld kvöldið áður.
Frestun og/eða flýting á skák er þó háð samþykkis andstæðings og skákstjóra !
Skákum í öðrum umferðum verður ekki hægt að fresta eða flýta.
Verðlaun verða með hefðbundnu sniði. 3 efstu í fullorðins flokki og 3 efstu í 16 ára og yngri.
Farandbikar fyrir sigurvegarann.
Sérstök gestaverðlaun verða fyrir utanfélagsmenn, en það er úrvals lambalæri frá Norðlenska á Húsavík.
Þátttökugjald er 2000 krónur fyrir fullorna, 2500 fyrir utanfélagsmenn og 1000 krónur fyrir 16 ára og yngri.
Gunnar Björnsson forseti Skáksambands Íslands verður skákstjóri á mótinu.
Skráning í mótið er hjá Hermanni, hér: lyngbrekka@magnavik.is og í síma 4643187 og 8213187.
Tekið er við skráningum til kl 20:00 í kvöld.
13 keppendur hafa skráð sig til leiks.
Mótið er á chess-results :
http://chess-results.com/?tnr=26984&redir=J&lan=1