19.9.2013 kl. 09:45
Haustmót TR – Einar með fullt hús ásamt tveimur öðrum
Önnur umferð Gagnaveitumótsins – Haustmóts TR fór fram í gærkvöld. Þrír stigahæstu keppendur mótsins Stefán Kristjánsson (2491), Jón Viktor Gunnarsson (2408) og Einar Hjalti Jensson (2305) unnu allir sínar skákir og leiða með fullu húsi. Einar verður með hvítt gegn Jóhanni Ragarssyni ( 2037) í næstu umferð Nánar á Skák.is
