Skákþing Norðlendinga í yngri flokkum. Úrslit.

Skákþing Norðlendinga í yngri flokkum fór fram á Akureyri í dag. 5 keppendur úr Þingeyjarsýslu tóku þátt í mótinu. Mikael J Karlsson vann flokk 16 ára og yngri nokkuð örugglega með 6,5 vinningum af 7 mögulegum. Okkar menn, Sæþór Örn Þórðarson og Kristján Þórhallsson urðu í öðru og þriðja sæti.

Andri Freyr Björgvinsson vann flokk 12 ára og yngri með 6 vinninga en Snorri Hallgrímsson krækti í bronsið með 4 vinninga.

Jón Kristinn Þorgeirsson vann flokk 9 ára og yngri með 5,5 vinninga en Helgi Þorleifur Þórhallsson krækti í bronsið í þeim flokki.

1.   Mikael J Karlsson                     6,5 vinn af 7 mögul.
2.   Andri Freyr Björgvinsson         6
3.   Jón Kristinn Þorgeirsson         5,5
4.   Aðalsteinn Leifsson                 4
5.   Snorri Hallgrímsson              4
6.   Tinna Rúnarsdóttir                  4
7.   Sæþór Örn Þórðarson           3
8.   Starkaður Snær Hlynsson     3
9.   Kristján Þórhallsson              3
10. Helgi Þorleifur Þórhallsson   2
11. Sævar Gylfason                        1
12. Hera Sólrún                              0

SÞN 2009 yngri flokkar. Allir keppendur

Allir keppendur í mótinu á Akureyri í dag. 

Hraðskákmót Norðlendinga í yngri flokkum fór fram að loknu aðalmótinu. Þar urðu úrslit eftirfarandi:

1.   Mikael J Karlsson                  6 vinn af 6
2.   Jón Kristin Þorgeirsson        4
3.   Starakður Snær Hlynsson 2
4.   Tinna Rúnarsdóttir               0

 
Hraðskákmót Norðlendinga í yngri flokkum. Starkaður Snær Hlynsson fékk brons, Mikael J Karlsson gull. Jón Kristinn Þorgeirsson silfur. Tinna Rúnarsdóttir 4. sætið.

Starkaður, Mikael, Jón Kristinn og Tinna. 

Allir keppendurnir frá okkur kræktu því í verðlaun. Myndir frá mótinu eru aðgengilegar í myndaalbúmi hér til hægri.  H.A.