Heimir Páll og Baltasar efstir á æfingu hjá GM Helli

Á fyrstu æfingunni í febrúar var sett upp þemaskák í fyrstu tveimur viðureignunum. Í yngri flokki fengust keppendur við stöðu úr fjögurra riddara tafli og í eldri flokki var sett upp staða úr slavanum. Þessar viðureigninr töldust með á sjálfri æfingunni. Það dróst aðeins að pizzurnar væru fullbakaðar svo tekin var ein umferð áður en þær komu í venjulegu æfingunni. Eftir að þátttandur voru búnir með pizzurnar var æfingin kláruð. Umhugsunartíminn var því í styttra lagi eða 7 mínútur og tefldar 5 umferðir eins og venjulega.

Heimir Páll Ragnarsson sigraði í eldri flokki aðra æfinguna í röð og fékk hann núna 4v. Annar varð Óskar Víkingur Davíðsson með 3,5v. Axel Óli Sigurjónsson varð svo þriðji með 3v eins og Róbert Luu og Alec Elías Sigurðarson en Axel Óli var hærri á stigum. Batasar Máni Wedholm sigraði með fullu húsi 5v í jafn mörgum skákum í yngri flokki. Fjórir voru svo jafnir með 3v en það voru Brynjar Haraldsson, Sólon Siguringason, Aron Kristinn Jónsson og Arnar Jónsson. Brynjar var þeirra hæstur á stigum og hlaut annað sætið, Sólon kom næstur og var því þriðji, Aron Kristinn var fjórði og Arnar fimmti. Skákbúðirnar um helgina virðast hafa haft jákvæð áhrif á keppendur í fjórða og fimmta sætið sem ekki hafa oft komist jafn nálægt verðlaunasæti.

Þátttakendur að þessu sinni voru: Heimir Páll Ragnarsson, Óskar Víkingur Davíðsson, Axel Óli Sigurjónsson, Róbert Luu, Alec Elías Sigurðarson, Halldór Atli Kristjánsson, Oddur Þór Unnsteinsson, Birgir Ívarsson, Stefán Orri Davíðsson, Sindri Snær Kristófersson, Baltasar Máni Wedholm, Brynjar Haraldsson, Sólon Siguringason, Aron Kristinn Jónsson, Arnar Jónsson, Birgir Logi Steinþórsson,  Adam Ómarsson, Óttar Örn Bergmann Sigfússon og Gabríel Sær Bjarnþórsson.

Næsta æfing verður svo mánudaginn 10. febrúar nk. og hefst kl. 17.15. Æfingarnar eru haldnar í Álfabakka 14a í Mjóddinni, gengið inn á milli Subway og Föken Júlíu og salurinn er á þriðju hæð.