október 2014 skák og fleira 004Á fyrstu æfingunni í Mjóddinn á nýju ári sem haldin var 5. janúar sl. voru Heimir Páll Ragnarsson og Alec Elías Sigurðarson efstir og jafnir með 4v í fimm skákum í eldri flokki. Þurfti því að grípa til stigaútreiknings og þar hafði Heimir Páll betur með hálfu stigi meira en Alec og fyrsta sætið kom því í hlut Heimis Páls og annað sætið til handa Alec. Það voru svo margir jafnir með 3v en eftir stigútreikning féll það í hlut Stefáns Orra Davíðssonar en í humátt á eftir honum með jafn marga vinninga en færri stig komu: Óskar Víkingur Davíðsson, Ívar Andri Hannesson og Axel Óli Sigurjónsson. Í yngri flokki voru þeir Ísak Orri Karlsson, Alexander Már Bjarnþórsson og Batasar Máni Wedholm allir jafnir með 4v eftir 6 skákir en fyrsta sætið kom í hlut Ísak Orra Karlssonar sem var með 17 stig. Þetta er í fyrst sinn sem Ísak Orri nær fyrsta sætinu í yngri flokki og fær hann að spreyta sig í eldri flokki á næstu æfingu. Alexander Már Bjarnþórsson varð í öðru sæti með 16,5 stig og Baltasar Máni Wedholm ar svo þriðji með 15,5 stig og jafn marga vinninga og þeir tveir fyrir ofan hann.

Í æfingunni tóku þátt: Heimir Páll Ragnarsson, Alec Elías Sigurðarson, Stefán Orri Davíðsson, Óskar Víkingur Davíðsson, Ívar Andri Hannesson, Axel Óli Sigurjónsson, Sindri Snær Kristófersson, Birgir Ívarsson,  Axel Ingi Árnason, Brynjar Haraldsson, Atli Mar Baldursson, Ísak Orri Karlsson, Alexander Már Bjarnþórsson, Baltasar Máni Wedholm Gunnarsson, Gabríel Sær Bjarnþórsson,  Arnar Jónsson, Karitas Jónsdóttir, Ylfa Ýr Welding Hákonardóttir og Emma Kjartansdóttir.

Næsta æfing verður mánudaginn 12. janúar og hefst kl. 17.15. Æfingarnar eru í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Gengið er inn milli Subway og Fröken Júlíu og salurinn er á þriðju hæð.