Það voru þrír efstir og jafnir í eldri flokki með 5v af sex mögulegum á æfingu sem haldin var 23. nóvember sl. Það voru þeir Heimir Páll Ragnarsson, Óskar Víkingur Davíðsson og Stefán Orri Davíðsson sem allir fengu 4v af fimm úr skákunum en þeir skiptust á um að vinna hvorn annan og lögðu svo aðra andstæðinga að velli. Þeir náðu einnig allir að leysa dæmið á æfingunni og fengu auka vinning fyrir það meðan aðrir í eldri flokki náðu ekki að leysa það þannig að kannski var það í þyngra lagi. Fyrst þeir voru jafnir voru reiknuð stig sem féllu þannig að Heimir Páll fékk 15 stig þar með féll fysta sætið í hans hlut, Óskar 14,5 stig og annað sætið og Stefán Orri 13,5 stig og þriðja sætið.
Í yngri flokki var Kristófer Stefánsson efstur með 5v og náði í sín fyrstu gullverðlaun á þessum æfingum. Kristófer fékk 4v af 5 mögulegum út úr skákunum og leysti dæmið rétt sem kom sér vel því það réð bagggamuninn og fleytti honum í efsta sætið. Í öðru sæti var Þórdís Agla Jóhannsdótttir með 4v og 14 stig og þriðji var Adam Omarsson með 4v og 10 stig.
Í æfingunni tóku þátt: Heimir Páll Ragnarsson, Óskar Víkingur Davíðsson, Stefán Orri Davíðsson, Jökull Davíðsson, Jón Þorberg Sveinbjörnsson, Viktor Már Guðmundsson, Elfar Ingi Þorsteinsson, Kristófer Stefánsson, Þórdís Agla Jóhannsdóttir, Adam Omarsson, Esther Lind Valdimrsdóttir, Óttar Örn Bergmann Sigfússon, Eiríkur Þór Jónsson og Sigurður Rúnar Gunnarsson.
Næsta æfing verður mánudaginn 30. nóvember og hefst kl. 17.15. Æfingarnar eru í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Gengið er inn milli Subway og Fröken Júlíu og salurinn er á þriðju hæð.
