img_1923Heimir Páll Ragnarsson sigraði örugglega með fullu húsi 5v í jafn mörgum skákum í eldri flokki á æfingu sem haldin var 12. janúar sl.  Óskar Víkingur Davíðsson og Ísak Orri Karlsson komu næstir með 4v en Óskar var hærri á stigum og hlaut annað sætið og Ísak Orri það þriðja.

Í yngri flokki voru átta þátttakendur og voru jafn margar stelpur og strákar í flokknum. Eins og á síðustu æfingu voru þá voru þrír þátttakendur efstir og jafnir með 4v. en það voru þau Óttar Örn Bergmann, Arnar Jónsson og  Ylfa Ýr Welding Hákonardóttir. Óttar og Arnar voru jafnir á öllum stigum en Óttar vann innbyrðis viður eign þeirra og hlaut efsta sætið en Arnar kom næstur. Ylfa hlaut svo 3. sætið eftir stigaútreikning.

Í æfingunni tóku þátt: Heimir Páll Ragnarsson, Óskar Víkingur Davíðsson, Ísak Orri Karlsson, Sindri Snær Kristófersson, Alexander Már Bjarnþórsson, Stefán Orri Davíðsson, Ívar Andri Hannesson, Egill Úlfarsson, Atli Mar Baldursson, Gabríel Sær Bjarnþórsson,  Axel Óli Sigurjónsson, Axel Ingi Árnason, Birgir Ívarsson, Óttar Örn Bergmann Sigfússon, Arnar Jónsson, Ylfa Ýr Welding Hákonardóttir, Adam Omarsson, Þórdís Agla Jóhannsdóttir, Karitas Jónsdóttir, Ester Lind Þorkelsdótttir og Bjarki Freyr Ragnarsson.

Næsta æfing verður mánudaginn 19. janúar og hefst kl. 17.15. Æfingarnar eru í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Gengið er inn milli Subway og Fröken Júlíu og salurinn er á þriðju hæð.