21.4.2014 kl. 16:10
Heimir Páll sigraði með fullu húsi á æfingu hjá GM Helli
Heimir Páll Ragnarsson sigraði örugglega með 5v í jafn mörgum skákum á barna- og unglingaæfingu hjá GM Helli sem fram fór 14. apríl. Næstir komu Aron Þór Mai og Stefán Orri Davíðsson með 3,5v en Aron var hærri á stigum og hlaut annað sætið og Stefán Orri það þriðja.
Í æfingunni tóku þátt: Heimir Páll Ragnarsson, Aron Þór Mai, Stefán Orri Davíðsson, Óskar Víkingur Davíðsson, Halldór Atli Kristjánsson, Egill Úlfarsson, Oddur Þór Unnsteinsson, Ívar Andri Hannesson og Jón Þór Lemery.
Það er ekki æfingi á annan í páskum þannig að næsta æfing verður mánudaginn 28. apríl og hefst hún kl. 17.15. Sú æfing er aðeins fyrir félagsmenn og verður þemaskák í fyrstu tveimur umferðunum í eldri flokki en hefðbundin æfing í yngri flokki. Æfingarnar eru í Álfabakka 14a í Mjóddinni, gengið inn á milli Subway og Föken Júlíu og salurinn er á þriðju hæð.
