27.1.2009 kl. 16:38
Heimsókn skákskóla Íslands og verkefnisins „Skák í skólana“ til Húsavíkur.
Þá er dagskrá heimsóknar þeirra Davíðs Kjarantssonar og Björns Þorfinnssonar komin á hreint. Dagskráin lítur svona út.
Föstudaginn 30. janúar.
Kl 10:00 Davíð og Björn koma í Borgarhólsskóla og afhenda bókina Skák og Mát til allra nemenda í 3. bekk í Borgahólsskóla. Einnig munu þeir kíkja inn í nokkra aðra bekki í skólanum.
Kl 20:30. Fjöltefli fyrir fullorðna við alþjóðlega meistarann Björn Þorfinnsson forseta skáksambands Íslands í stofu 6. í Borgarhólsskóla.
Laugardagur 31. janúar.
Kl 10:00 : Áframhaldandi skákkennsla í sal Framsýnar-stéttarfélags.
Kl 12:00 : Pizzu-hlaðborð fyrir þátttakendur á Veitingahúsinu Sölku á Húsavík.
Kl 13:00 Skákmót Skákskóla Íslands fyrir börn og unglinga.Vegleg verðlaun í formi skákbókavinninga.
Fjölteflið og skáknámskeiðið er ókeypis, en pizzu-hlaðborðið kostar 1100 krónur fyrir 9 ára og yngri og 1400 krónur fyrir 10 ára og eldri.
