Stórmeistarinn Helgi Áss Grétarsson sem tefldi fyrir Suzuki bíla sigraði á 31. Borgarskákmótinu sem fram fór í Ráðhúsi Reykjavíkur á miðvikudaginn 17. ágúst sl. Þá voru rétt tæp 30 ár síðan fyrsta Borgarskákmótið fór fram í Lækjargötu á 200 ára afmæli Reykjavíkurborgar þann 18. ágúst 1986. Helgi sigraði alla andstæðinga sína og lauk móti með 7 vinninga. Þetta er í þriðja sinn sem Helgi Áss sigrar á mótinu en nokkuð langt er um liðið síðan því hann vann mótin 1992 og 1994. Suzuki bílar brutu hins vegar blað í sögu keppninnar og voru fyrsta fyrirtækið til að vinna mótið í tvisvar en þeir höfðu áður unnið mótið 2008 en deildu þá efsta sætinu með Ístak.

 

IMG_2839Formaður borgarráðs og staðgengill Borgarstjóra Sigurður Björn Blöndal setti mótið, Að því loknu lék hann fyrsta leiknum í skák Jóhanns Hjartarsonar (Hlaðbær Colas hf) og Birkis Karls Sigurðssonar (Samhentir kassagerð). Mótið í ár var vel sótt en alls tóku 71 keppendur þátt að þessu sinni. Skráning í mótið fór hægt að stað og margir skráðu sig seint og sumir ekki fyrr en á skákstað. Fyrirfram var gert ráð fyrir að keppendur yrðu ekki fleiri en 70 og líklegur þátttakendafjöldi væri í kringum 60 og voru aðeins 36 skáksett á staðnum. Nokkuð var um misröðun í settunum frá fyrri mótum þannig að aðeins náðust 35 nokkuð heil sett út úr þeim töflum. Þar í vantaði eina svarta drottningu og í snatri kveðinn upp sá úrskurður að á því borði væri svartur hrókur á hvolfi ígildi drotttningar. Þessi svarti hrókur á hvolfi gekk svo á milli borða eftir umferðum eins og heita kartaflan sem enginn vildi hafa.
IMG_2840Átta titilhafar tóku þátt í mótinu og fyrirfram máttti búast við harðri keppni þeirra á milli um sigur á mótinu. Sú varð líka raunin því þeir tóku sjö af 10 efstu sætunum. Þrír titillausir keppendur komust á milli þeirra. Þeirra fremstur var skákdómarinn Omar Salama (Efling stéttarfélag) sem varð annar í mótinu með 6v eins og alþjóðlegi meistarinn Guðmundur Kjartansson (Verkalýðsfélögið Hlíf) sem var þriðji en Omar var sjónarmun á undan á stigum.

 

 

 

IMG_2844Yfir sjötíu ára aldursmunur var á yngsta og elsta keppenda mótsins þeim Tryggva Jónssyni (8) og Magnúsi V. Jónssyni (83) sem á árum áður var þekktur knattspyrnudómari og stóðu þeir báðir sig með prýði. Yngri skákmenn voru nokkru færri en oft áður þar sem 11 manna hópur fór á HM ungmenna daginn áður. Þeir sem heima sátu stóðu fyrir sínu en fremstur fór Oliver Aron Jóhannesson (Borgun hf) sem hlaut 5,5v. Skammt undan komu svo Jón Trausti Harðarson (Reykjavíkurborg) með 5v og Örn Leó Jóhannsson (Sorpa) með 4,5.

Af titillausum skákmönnum náði Bragi Haldórsson (Hamborgarabúlla Tómasar) athygliverðum árangri með því að lenda í 4 sæti með 5,5v eins og Oliver Aron en Bragi hafði 4. sætið á stigum. Bragi tapaði aðeins fyrir sigurvegara mótsins og gerði jafntefli við Oliver í lokaumferðinni en vann aðra andstæðinga. Sá þriðji án titils sem var í topp 10 var Ögmundur Kristinsson (Ís-spor) sem fékk 5v.

Af stúlkunum stóð Lenka Ptacniková (Hreyfill/Bæjarleiðir) sig best (4v), Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir (Hlölla bátar) (4v) og Jóhanna Björg Jóhannsdóttir (Góa/Linda sælgætisgerð) (4). Það verður nóg að gera hjá þeim því kvennalandsliðið fer í æfingabúðir á Reykhólum um næstu helgi og tekur þátt í minningarmóti um Birnu Norðdahl á laugardaginn.

Töluverður fjöldi áhorfenda var á mótinu, þá aðalega túristar sem staddir voru í Ráðhúsinu og fylgdust spenntir með af pallinum. Meðan skákstjórar brugðu sér í mat fyrir mótið notuð margir þeirra tækifærið og settust að tafli þannig að þegar þeir komu til baka úr matnum voru túristar búnir að yfirtaka skáksalinn þannig að annað hvert borð var setið og tiltölulega fáir túristar við landakortið.

Skákfélagið Huginn vill koma á framfæri þökkum til allra þeirra sem tóku þátt, Borgarinnar fyrir að hýsa mótið, Taflfélagi Reykjavíkur fyrir samstarfið og síðast en ekki síst þeim fjölmörgu fyrirtækjum sem styrktu mótið.

Sjáumst að ári!

Lokastaðan:

Röð Nafn Stig Fyrirtæki Vinn. BH.
1 GM Gretarsson Helgi Ass 2450 Suzuki bílar 7 32½
2 Salama Omar 2282 Efling Stéttarfélag 6 33½
3 IM Kjartansson Gudmundur 2354 Verkalýðsfélagið Hlíf 6 32½
4 Halldorsson Bragi 2175 Hamborgarabúlla Tómasar 32
5 FM Johannesson Oliver 2138 Borgun hf 27
6 IM Jensson Einar Hjalti 2327 Ölstofan 5 32
7 Kristinsson Ogmundur 2075 Ís-spor 5 31½
8 FM Sigfusson Sigurdur 2225 N1 5 30½
9 GM Hjartarson Johann 2585 Hlaðbær Colas hf 5 30½
10 FM Sigurpalsson Runar 2303 Húsasmiðjan hf 5 30½
11 Bjornsson Bjorn Freyr 2145 Kvika Banki ehf 5 30
12 Runarsson Gunnar 2103 Kópavogsbær 5 28½
13 Halldorsson Halldor 2223 Sjóvá Tryggingafélag 5 28
14 Hardarson Jon Trausti 1942 Reykjavíkurborg 5 24½
15 Thorsson Olafur 2170 Lucky records 33
16 Johannsson Orn Leo 2098 Sorpa 32½
17 Gudfinnsson Saebjorn 0 Kentucky Fried Chicken 29½
18 Arnarsson Hrannar 2073 Iceland Travel 26
19 WGM Ptacnikova Lenka 2089 Hreyfill/Bæjarleiðir hf 4 30
20 Thorsteinsdottir Hallgerdur 1943 Hlölla bátar 4 27½
21 Bjornsson Gunnar 2105 Mjólkursamsalan 4 27½
22 Andrason Pall 1953 Arion Banki 4 27
23 Bergsson Stefan 2073 Hvalur hf 4 27
24 Maack Kjartan 2197 Íslandspóstur 4 26
25 Bjornsson Sverrir Orn 2057 Grillhúsið Tryggvagötur 4 26
26 Mamak Wojciech 1953 4 26
27 Johannsson Hjortur Yngvi 1613 4 25½
28 Finnlaugsson Gunnar 2070 Starfsmannfelag Reykjavíkurborggar 4 25½
29 Sigurdsson Arnljotur 1868 4 24½
30 Eliasson Kristjan Orn 1860 Landsbankinn 4 22
31 Kolka Dawid 1735 Malbikunarstöðin Höfði 4 21½
32 Johannsdottir Johanna Bjorg 1966 Góa/Linda sælgætisgerð 4 21½
33 Haraldsson Sigurjon 1754 Hótel Borg 31
34 Berndsen Birgir 1892 Tapas barinn 25½
35 Magnusson Thorlakur 1760 ÍTR 24½
36 Ulfljotsson Jon 1625 Kaupfélag Skagfirðinga 24
37 Sigurdsson Birkir Karl 1802 Samhentir kassagerð 24
38 Palsson Halldor 1930 Olís hf 22½
39 Helgi Petur Gunnarsson 0 22
40 Davidsson Oskar Vikingur 1466 Íslandsstofa 21½
41 Thorsson Pall 1790 AKA Ísaga 3 31
42 Sigurdsson Snorri Thor 1955 Verkís hf 3 25
43 Hauksson Hordur Aron 1805 Grafía 3 24
44 Haraldsson Oskar 1775 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins 3 23½
45 Magnusdottir Veronika Steinun 1525 3 22
46 Mai Alexander Oliver 1480 3 22
47 Mai Aron Thor 1714 Valitor 3 21½
48 Angantysson Asgrimur 0 3 21
49 Sigurvaldason Hjalmar 1511 3 19½
50 Viglundsson Jon 0 3 18
51 Davidsson Stefan Orri 1211 3 17
52 Finnsson Finnur 1498 3 17
53 Ragnarsson Heimir Pall 1433 3 16
54 Fivelstad Jon Olav 1758 25
55 Haraldsson Gunnar Orn 1740 Gámaþjónustan hf 24
56 Plantada Siurans Estanislau 1463 22
57 Jonsson Robert Leo 1633 22
58 Asgrimsson Olafur Sigurbj 0 Landsvirkjun hf 18½
59 Jonasson Hordur 1421 18
60 Agnarsson Ingi 0 2 25
61 Thoroddsen Arni 1584 2 24½
62 Jonatansson Sigurdur Freyr 1583 2 24
63 Einarsson Oskar Long 1675 Guðmundur Arason Smíðajárn 2 22
64 Jonsson Sveinbjorn 1635 2 19
65 Ingveldarson Thorvaldur Kari 0 2 18
66 Johannesson Petur 1278 2 17
67 Petursson Magnus V. 0 2 16½
68 Haile Batel Goitom 0 1 19½
69 Kristbergsson Bjorgvin 1212 1 17½
70 Jonsson Tryggvi 0 1 17½
71 Jonsson Arni Bjartur 0 1 17½

 

Lokastaðan – Chess-results