Örn  Leó Jóhannsson sigraði á fyrsta hraðkvöldi Hugins á haustmisseri sem haldið var 15. ágúst sl. Örn Leó fékk 8,5v í 10 skákum. Annar var Dawid Kolka með 6,5v og þriðji var Vigfús Ó. Vigfússon með 6v og hærri á stigum en Jón Úlfljótsson og Atli Jóhann Leósson sem einnig voru með 6v.

Tefld var tvöföld umferð á hraðkvöldinuallir við alla. Í fyrri hlutanum var umhugsunartíminn 7 mínútur en hann var styttur í seinni hlutanum í 5 mínútur. Fyrri hlutinn var nokkuð jafn því Örn Leó gerði þar jafntefli við Dawid og tapaði fyrir Vigfúsi. Þegar tíminn styttist Í seinni hlutanum gaf Örn Leó í og hinir áttu eiginlega ekki séns. Í happdrættinu í lokin dró Örn Leó Atla Jóhann og þeir völdu báðir úttekt hjá Saffran.

Lokastaðan á hraðkvöldinu:

  1. Örn Leó Jóhannsson, 8,5v/10
  2. Dawid Kolka, 6,5v
  3. Vigfús Ó. Vigfússon, 6v
  4. Jón Úlfljótsson, 6v
  5. Atli Jóhann Leósson, 6v
  6. Pétur Jóhannesson