Hilmir Freyr Heimisson teflir á Øbro Nytår um þessar mundir. Mótið stendur frá 27. -30. desember og eru tefldar 7 umferðir. Himir Freyr tapaði í fyrstu umferð fyrir Fide meistara með 2255 stig en vann eitthvað veikari andstæðing í annarri umferð. Engar upplýsingar eru um mótið á heimsíðu mótsins: http://oebroskak.dk/?p=5794 en þriðja umferð er á morgun og pörunun virðist ekki liggja fyrir. Ef leitað er undir Danmörk á Chess-Results þá kemur í ljós að síðasta færsla þar var fyrir 150 dögum svo ekki bjargar það málum.
Uppfært
Mótstaflan er aðgengileg hér
Árangur Hilmis er svo aðgengilegur hér.
Áróra sendi okkur fína mynd af Hilmi að tafli i mótinu en ekki fylgdi með i hvorri umferðinni myndin var tekin. Þegar myndin er skoðuð þá ber ekki á öðru en að það sé Garde klukka á borðinu eins við notum ennþá á unglingaæfingum hjá Huginn í Mjóddinni. Aðstæður á mótsstað gætu minnt á mótin hjá Hróknum í Djúpuvík ef keppendur væru aðeins meira klæddir og endinn á myndrammanum á veggnum og hornið á sófanum væru ekki að laumast inn í myndina vinstra megin. Kannski hefði ég átt að ,,photoshoppa” þetta út úr rammanum. Borðið og stólanir virðast vera úrvals dönsk húsgögn frá svona 1960-1970 enda hafa Danir lengi verið framarlega í húsgagnahönnun og húsgagnagerð og þær virðast líka endast vel hjá þeim mublurnar. Hins vegar myndi ég ekki vilja sitja á þessum stólum í 5 klukkustundir.