jolapakkamot (20 of 137)Hið árlega Jólapakkamót Hugins fór fram í sautjánda sinn laugardaginn 20. desember sl. Alls tóku ríflega 160 krakkar þátt og skemmtu sér hið besta. Þórgnýr Thoroddsen, formaður ÍTR, setti mótið, rakti sögu Jólapakkamótsins, sem hann hafði greinilega kynnt sér vel, og þakkaði öflugt skákstarf í höfuðborginni. Af því loknu lék hann fyrsta leikinn fyrir hönd Stefán Orra Davíðssonar og þar með hófst Jólapakkamótið formlega!

Alls var teflt í fimm aldursflokkum og svo í peðaskák. Nánast allir sterkustu skákmenn landsins á grunnskólaaldri tóku þátt sem og fjöldi krakka sem voru að að stíga sín fyrstu skref við skákborðið á mótinu. Það er ekki einsdæmi því t.d. hóf stórmeistarinn, Hjörvar Steinn Grétarsson, feril sinn einmitt á Jólapakkamóti Hellis eins og mótið hét áður.

STP82466Fjöldi aðila studdu við mótið og færir Huginn eftirtöldum fyrirtækjum bestu þakkir fyrir:

Sælgætisgerðin Góa, Bókabeitan útgáfa, A4, Bókaútgáfan Bjartur/Veröld, Bókaforlagið Bifröst, Bókaútgáfan Björk, Edda útgáfa, Golfklúbburinn Oddur, Ferill verkfræðistofa, Íslandsbanki, Landsbankinn,  Laugarásbíó, Myndform,  Sambíó, Samfilm, Smárabíó, Sjónvarpsmiðstöðin, Stöð 2, Sögur útgáfa, Body Shop, Faxaflóahafnir, Garðabær, Gámaþjónustan, GM Einarsson, Hjá Dóra Matsala, HS Orka, ÍTR, Íslandsspil, Kaupfélag Skagfirðinga, Nettó í Mjódd, Olís, Reykjavíkurborg, Sorpa, Suzuki bílar, Talnakönnun, Valitor, Skákskóli Íslands, Skáksamband Íslands og Skákakademía Kópavogs.

Án stuðnings þessara aðila væri mótið ekki jafn glæsilegt og raun ber og verðlaunin jafn flott.

Eftirtaldir unnu við mótið:

Vigfús Ó. Vigfússon, Edda Sveinsdóttir, Jóhann Tómas Egilsson, Erla Hlín Hjálmarsdóttir, Kristín Hrönn Þráinsdóttir, Haraldur Þorbjörnsson, Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir, Elsa María Kristínardóttir, Margrét Rún Sverrisdóttir, Lenka Ptácníková, Stefán Bergsson, Páll Sigurðsson, Kristín Steinunn Birgisdóttir, Sigurjón Jónsson, Pálmi Pétursson, Kristófer Ómarsson, Kristján Halldórsson, Jón Þór Helgason, Davíð Ólafsson, Gunnar Björnsson og Hjörvar Steinn Grétarsson stórmeistari í skák.

Huginn þakkar þessum aðilum kærlega fyrir hjálpina sem og öllum þeim lögðu hönd á plóginn en voru ekki taldir upp. Í lok mótsins var verðlaunaafhending þar sem efstu menn voru verðlaunaðir sem og heppnir keppendur sem fengu happdrættisvinninga. Einn ungur keppandi var sérstaklega heppinn og fékk farsíma frá Sjónvarpsmiðstöðinni.

jolapakkamot (90 of 137)

Vigfús Ó. Vigfússon, sem borið hefur hitann og þungann af mótinu í nánast öll þessi sautján ár, var sérstaklega verðlaunaður af félaginu og var einnig leystur út með gjöf Hann er heilinn á bakvið þetta stærsta og skemmtilegasta barna- og unglingamót hvers árs.

Að móti loknu voru allir keppendur mótsins leystir út með nammipoka frá Sælgætisgerðinni Góu.

Stöð 2 fjallaði um mótið eins og sjá í meðfylgjandi frétt.

 

jolapakkamot (16 of 137)Og þá eru það úrslit mótsins. Efstu menn urðu sem hér segir:

Flokkur 1999-2001:

Björn Hólm Birkisson kom sá og sigraði. Vann allar sínar skákir í þessum mjög svo sterka flokki. Hildur Berglind Jóhannsdóttir varð efst stúlkna.

Strákar:

  1. Björn Hólm Birkisson 5 v.
  2. Hilmir Freyr Heimisson 4 v.
  3. Alec Elías Sigurðarson 4 v.
  4. Bárður Örn Birkisson 4 v.

jolapakkamot (63 of 137)

Stúlkur:

  1. Hildur Berglind Jóhannsdóttir 3 v.
  2. Valgerður Jóhannesdóttir 2 v.
  3. Sigrún Linda Baldursdóttir

jolapakkamot (66 of 137)

Nánari úrslit má finna á Chess-Results.

Flokkur 2002-03:

Vignir Vatnar Stefánsson og Mykhaylo Kravchuk urðu efstir og jafnir með 4,5 vinning. Nansý Davíðsdóttir varð efst stúlkna.

Strákar:

  1. Vignir Vatnar Stefánsson 4,5 v.
  2. Mykhaylo Kravchuk 4,5 v.
  3. Bjarki Ólafsson 4 v.
  4. Alexander Oliver Mai 4 v.
  5. Axel Óli Sigurjónsson 4 v.
  6. Egill Úlfarsson 4 v.

jolapakkamot (74 of 137)

Stúlkur

  1. Nansý Davíðsdóttir 4 v.
  2. Katla Torfadóttir 3 v.
  3. Ásgerður Júlía Gunnarsdóttir 2 v.
  4. Lovísa Sigríður Hansdóttir 2 v.

jolapakkamot (71 of 137)

Nánari úrslit má finna á Chess-Results.

Flokkur 2004-05:

Óskar Víkingur Davíðsson sigraði með fullu húsi.Ylfa Ýr Hákonardóttir Welding varð efst stúlkna.

Strákar:

  1. Óskar Víkingur Davíðsson 5 v.
  2. Róbert Luu 4,5 v.
  3. Joshua Davíðsson 4 v.
  4. Þorsteinn Emil Jónsson 4 v.
  5. Brynjar Haraldsson 4 v.
  6. Ísak Orri Karlsson 4 v.

jolapakkamot (83 of 137)

Stúlkur:

  1. Ylfa Ýr Welding Hákonardóttir 3 v.
  2. Embla María Möller 2 v.
  3. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir 2 v.

jolapakkamot (80 of 137)

Nánari úrslit má finna í viðhengi.

Flokkur 2006-07:

Freyja Birkisdóttir kom sá og sigraði í þessum flokki en hún er systir þeirra Björns Hólms og Bárðar Arnar. Það er alltaf ánægjulegt þegar stelpur slá strákunum við í skákinni! Sex strákar fengu 4 vinninga og efstur þeirra eftir stigaútreikning varð Guðni Viðar Friðriksson.

Strákar:

  1. Guðni Viðar Friðriksson 4 v.
  2. Alexander Björnsson 4 v.
  3. Adam Omarsson 4 v.
  4. Vilhjálmur Bjarni Gíslason 4 v.
  5. Stefán Orri Davíðsson 4 v.
  6. Róbert Hlynsson 4 v.

jolapakkamot (94 of 137)

Stúlkur:

  1. Freyja Birkisdóttir 5 v.
  2. Þórdís Agla Jóhannsdóttir 3 v.
  3. Vigdís Tinna Hákonardóttir 3 v.
  4. Silja Borg Kristjánsdóttir 3 v.

jolapakkamot (97 of 137)

Nánari úrslit má finna í viðhengi

Flokkur 2008-09:

Árni Benediktsson varð efstur með fullt hús. Edith Kristín Kristjánsdóttir varð efst stúlkna.

Strákar:

  1. Árni Benediktsson 5 v.
  2. Guðbergur Davíð Ágústsson 4 v.
  3. Hjalti Freyr Ólafsson 4 v.

jolapakkamot (111 of 137)

Stelpur:

  1. Edith Kristín Kristjánsdóttir 2 v.
  2. Hrafndís Halldórsdóttir
  3. Bergþóra Gunnarsdóttir

jolapakkamot (107 of 137)

Nánari úrslit má finna í viðhengi.

Peðaskákin:

IMG 2208

Strákar:

  1. Klemens Árnason 4 v.
  2. Eiður Styrr Ívarsson 3,5 v.
  3. Benedikt Leifsson 2 v.

Stelpur:

  1. Brynja Steinsdóttir 4 v.
  2. Andrea Pálsdóttir 3,5 v.
  3. Sólveig Freyja Hákonardóttir 3,5 v.

Nánari úrslit má finna í viðhengi.

Myndaalbúm (Sigurjón Jónsson og fleiri)