19.2.2014 kl. 02:38
Hjörvar sigraði á hraðkvöldi hjá GM Helli
Hjörvar Steinn Grétarsson sigraði á hraðkvöldi GM Hellis sem fram fór 17. febrúar sl. Hjörvar fékk 6,5v í sjö skákum og kom jafnteflið í þriðju umferð í skák við Eirík Björnsson. Í öðru sæti var Elsa María Kristínardóttir með 6v og þriðji var svo Eiríkur Björnsson með 5,5v en þau þrjú voru nokkuð afgerandi á þessu hraðkvöldi. Hjörvar fékk að draga í happdrættinu í lok hraðkvöldsins og tókst þá að draga Hörð Aron vin sinn og fá þeir báðir gjafamiða á Saffran.
Á næstu æfingu í félagsheimili GM Hellis í Álfabakka 14a sem verður mánudaginn 24. febrúar kl. 20 verður atkvöld.
Lokastaðan á hraðkvöldinu:
| Röð | Nafn | Vinn. | TB1 | TB2 | TB3 |
| 1 | Hjörvar Steinn Grétarsson | 6,5 | 22,8 | 0 | 6 |
| 2 | Elsa María Kristínardóttir | 6 | 20 | 0 | 6 |
| 3 | Eiríkur K. Björnsson | 5,5 | 15,8 | 0 | 5 |
| 4 | Hörður Aron Hauksson | 4 | 9,5 | 1 | 4 |
| 5 | Björgvin Kristbergsson | 4 | 9,5 | 0 | 3 |
| 6 | Hörður Jónasson | 3 | 7,5 | 0 | 2 |
| 7 | Vigfús Vigfússon | 3 | 7 | 0 | 2 |
| 8 | Sverrir Sigurðsson | 3 | 6,5 | 0 | 2 |
| 9 | Hjálmar Sigurvaldason | 2,5 | 5,25 | 0 | 1 |
| 10 | Gunnar Nikulásson | 2,5 | 4,75 | 0 | 1 |
| 11 | Finnur Kr. Finnsson | 2 | 3,5 | 0 | 0 |
