Skákgyðjunni Caissu var fullur sómi sýndur í 2. umferð Skákhátíðar MótX í Skákmusterinu á Kópavogsvelli í síðustu viku. Mörg skemmtileg kykvendi spruttu flippspriklandi upp úr hatti töframannanna hugmyndríku þetta kvöldið. Sigur GM Jóns L. Árnasonar á Kristjáni Eðvarðssyni var glæstur. Stórmeistarinn rak smiðshöggið á skákina með snjallri leikfléttu en alkunna er að aldrei má hleypa Jóni L. í sókn – ekki einu sinni í vísi að sókn. Svipaða sögu er að segja af framvindu mála í skák IM Björgvins Jónssonar gegn CM Bárði Erni Birkissyni þar sem lagleg leikflétta Björgvins reið baggamuninn eftir langa og stranga stöðubaráttu.

Á efsta borði lagði GM Hjörvar Steinn Grétarsson IM Björn Þorfinnsson í hörkuskák þar sem Björn teygði sig fulllangt með húnvetnskri mannsfórn á h3 en Björn leggur eins og kunnugt er mikið upp úr stuðlum og höfuðstöfum í sinni taflmennsku. Á öðru borði sigraði GM Jóhann Hjartarson GM Þröst Þórhallsson eftir að Þröstur vélaði peð af andstæðingnum í byrjun tafls. Eftir miklar sviptingar kom upp endatafl sem Þresti tókst ekki að halda peði undir þrátt fyrir hetjulega viðleitni.

Óvæntustu úrslit kvöldsins voru sigur FM Halldórs Grétars Einarssonar á FM Ingvari Þór Jóhannessyni en Halldór fylgdi þar eftir góðu jafntefli við Jón L. í fyrstu umferð. Ingvar fékk betra út úr byrjuninni en síðan sneru kapparnir hvor á annan til skiptis þar til þá sundlaði en Halldór jafnaði sig fyrr af snú-snúinu og því fór sem fór.

 

 

Skákhátíð MótX – A-flokkur, 2. umferð
Nafn Stig Vinn. Úrslit Vinn. Nafn Stig
GM Gretarsson Hjorvar Steinn  2565 1 1 – 0 1 IM Thorfinnsson Bjorn  2400
GM Thorhallsson Throstur  2418 1 0 – 1 1 GM Hjartarson Johann  2536
Halldorsson Gudmundur  2174 1 ½ – ½ 1 IM Gunnarsson Jon Viktor  2466
GM Arnason Jon L  2457 ½ 1 – 0 1 Edvardsson Kristjan  2184
FM Johannesson Ingvar Thor  2352 ½ 0 – 1 ½ FM Einarsson Halldor Gretar  2236
IM Jonsson Bjorgvin  2349 ½ 1 – 0 ½ CM Birkisson Bardur Orn  2190
Omarsson Dadi  2275 ½ ½ – ½ ½ IM Jensson Einar Hjalti  2336
Kristinsson Baldur  2185 ½ ½ – ½ ½ FM Thorsteinsson Thorsteinn  2327
FM Ragnarsson Dagur  2332 0 0 – 1 0 FM Jonasson Benedikt  2248
FM Sigfusson Sigurdur  2228 0 ½ – ½ 0 FM Stefansson Vignir Vatnar  2304
FM Johannesson Oliver  2277 0 1 – 0 0 WGM Ptacnikova Lenka  2218
Johannsson Orn Leo  2200 0 1 bye
GM Stefansson Hannes  2523 1 ½ not paired
GM Gretarsson Helgi Ass  2441 1 ½ not paired
FM Ulfarsson Magnus Orn  2371 ½ ½ not paired
FM Asbjornsson Asgeir  2267 0 ½ not paired

 

Þriðja umferð í A-flokki hefst þriðjudaginn 23. janúar kl. 19.30. Á efsta borði leiða saman hesta sína þeir GM Jóhann Hjartarson og IM Björgvin Jónsson en magnaðri skák þeirra á Gestamótinu í fyrra lauk með jafntefli. Á 2. borði tefla efnispiltarnir Guðmundur Halldórsson og FM Halldór Grétar Einarsson og á 3. borði mætast taktísku snillingarnir Björn Þorfinnsson og Jón L. Árnason. Næsta víst er að í þeirri orrrustu verður bæði beitt stórskota- og fótgönguliði með mannfalli miklu. Á öðrum borðum verður spennan líka í algleymingi enda mannvit mikið að tafli.

 

Skákhátíð MótX – A-flokkur, 3. umferð
Nafn Stig Vinn. Vinn. Nafn Stig
GM Hjartarson Johann  2536 2 IM Jonsson Bjorgvin  2349
FM Einarsson Halldor Gretar  2236 Halldorsson Gudmundur  2174
IM Thorfinnsson Bjorn  2400 1 GM Arnason Jon L  2457
Edvardsson Kristjan  2184 1 1 GM Thorhallsson Throstur  2418
FM Thorsteinsson Thorsteinn  2327 1 1 Omarsson Dadi  2275
Johannsson Orn Leo  2200 1 1 Kristinsson Baldur  2185
IM Jensson Einar Hjalti  2336 1 0 FM Ragnarsson Dagur  2332
FM Stefansson Vignir Vatnar  2304 ½ ½ FM Asbjornsson Asgeir  2267
FM Jonasson Benedikt  2248 1 ½ FM Sigfusson Sigurdur  2228
CM Birkisson Bardur Orn  2190 ½ 0 WGM Ptacnikova Lenka  2218

 

Hvítir hrafnar

Í flokki eldri skákkappa, Hvítum hröfnum, voru tefldar tvær skákir þetta kvöldið. Júlíus Friðjónsson og GM Friðrik Ólafsson skildu jafnir og sömu sögu er að segja af viðureign Björns Halldórssonar og Jóns Þorvaldssonar. Báðar skákirnar voru í jafnvægi frá upphafi. Skák Braga Halldórssonar og Jónasar Þorvaldssonar var frestað.

Þriðjudaginn 23. janúar eru tvær frestaðar skákir á dagskrá. GM Friðrik Ólafsson mætir Jóni Þorvaldssyni í skák úr 1. umferð og Bragi etur kappi við Jónas Þorvaldsson í skák úr 2. umferð.

B-flokkur

Eftir tvær umferðir í B-flokknum eru þrír skákmenn jafnir með fullt fús. Gauti Páll sem vann Kristján Halldórsson, Siguringi sem vann hinn unga og efnilega Óskar Víking og Birkir Karl sem vann Óskar Long. Aðrar athyglisverðar skákir úr annari umferð var jafntefli hinna efnilegu Arons Þórs Mai og Stephans Briem og Alexander Oliver Mai náði góðu jafntfeli gegn hinum reynda Kristjáni Erni Elíassyni.

Í þriðju umferð eigast Siguringi og Gauti Páll við á fyrsta borði. Á öðru borði mætir Danmörk Ástralíu, en Hilmir Freyr hefur verið búsettur í Danmörku og Birkir Karl í Ástralíu ! Margar aðrar viðureignir eru athyglisverðar, t.d. skákpabbanna Agnas Tómas Möllers gegn Kristóferi Ómarssyni. Svo tefla saman hinar ungu og efnilegu Freyja Birkisdóttir og Batel.

Skákhátíð MótX – B-flokkur, 3. umferð
Nafn Stig Vinn. Vinn. Nafn Stig
Sigurjonsson Siguringi 2034 2 2 Jonsson Gauti Pall 2161
Sigurdsson Birkir Karl 1934 2 CM Heimisson Hilmir Freyr 2136
Briem Stephan 1890 Birkisson Bjorn Holm 2084
Mai Aron Thor 2066 Eliasson Kristjan Orn 1846
Mai Alexander Oliver 1970 Ulfsson Olafur Evert 1784
Moller Agnar T 1925 Omarsson Kristofer 1744
Halldorsson Kristjan 1889 1 1 Heidarsson Arnar 1592
Davidsson Oskar Vikingur 1854 1 1 Gudmundsson Gunnar Erik 1491
Einarsson Oskar Long 1785 1 1 Alexandersson Orn 1366
Johannsson Birkir Isak 1760 1 1 Davidsson Stefan Orri 1280
Sigfusson Ottar Orn Bergmann 1096 1 1 Jonatansson Sigurdur Freyr 1642
Sigurdarson Alec Elias 1373 ½ ½ Jonsson Olafur Gisli 1856
Gunnarsson Baltasar Mani Wedhol 1268 ½ ½ Luu Robert 1680
Birkisdottir Freyja 1483 ½ ½ Haile Batel Goitom 1421
Briem Benedikt 1464 ½ ½ Karlsson Isak Orri 1307
Steinthorsson Birgir Logi 1080 0 0 Hilmarsson Andri Steinn 1606
Johannsson Hjortur Yngvi 1472 0 bye