Rayan Sharifa sigraði í eldri flokki á Huginsæfingu sem haldin var 15. janúar sl. Rayan fékk 6v af sjö mögulegum. Hann fékk 4v af fimm út úr skákunum á æfingunni og kom eina tapið í fjórðu umferð gegn Elfari Inga Þorsteinssyni. Að þessu sinni voru tvö dæmi í eldri flokki, þ.e. þeir sem þar voru leystu líka dæmið fyrir yngri flokkinn og gátu fengið 2v vinninga fyrir það sem Rayan og gerði svo vinningar hann voru sex í lok æfingarinnar. Baráttan um næstu sæti var mjög hörð og eftir spennandi lokaumferð voru fjórir skákmenn jafnir með 5v. en það voru Batel Goitom Haile, Óttar Örn Bergmann Sigfússon, Elfar Ingi Þorsteinsson og Einar Dagur Brynjarsson. Eftir mikinn stigaútreikning voru Batel og Óttar einnig jöfn á stigum svo það var innbyrðis viðureignin hjá þeim sem skildi á milli en þar vann Batel og hlaut hún annað sætið og Óttar Örn það þriðja.

Sigurður Sveinn Guðjónsson vann yngri flokkinn með fullu húsi 6v ag sex mögulegum. Fimm vinningar komu hjá honum í jafn mörgum skákum og dæmið í yngri flokki leysti hann. Annar varð Andri Hrannar Elvarsson með 5v og þriðji var Árni Benediktsson með 4v.

Í æfingunni tóku þátt: Rayan Sharifa, Batel Goitom Haile, Óttar Örn Bergmann Sigfússon, Elfar Ingi Þorsteinsson, Einar Dagur Brynjarsson, Garðar Már Einarsson, Ívar Örn Lúðvíksson, Viktor Már Guðmundsson, Frank Gerritsen, Sigurður Sveinn Guðjónsson, Andri Hrannar Elvarsson, Árni Benediktsson,  Brynjólfur Yan Brynjólfsson, Eythan Már Einarsson, Kiril Alexander Igorsson, Witbet Goitom Haile og Davíð Ari Líndal.

Næsta æfing verður mánudaginn 22. janúar 2018 og hefst kl. 17.15. Æfingarnar eru í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Gengið er inn áilli Subway og Lyfjaval í Mjódd og salurinn er á þriðju hæð.