TB lagði Vinaskákfélagið að velli með 40 vinningum gegn 32 í stórleik 16 liða úrslita sem fram fór í gær.
Bestir heimamanna (Vinaskákfélagið) voru:
- Elvar Guðmundsson 10 vinningar
- Don Róbert 8
Flesta vinninga T.B. fengu:
- Halldór Grétar 10
- Guðni Stefán 8
- Sæbjörn Guðfinnsson 7
Teflt var í félagsheimili Vinaskákfélagsins, VIN við Hverfisgötu undir öruggri handleiðslu IA Don Roberto
Bolvíkingar mæta TRuxvi í annarri umferð en Vinaskákfélagið mætir Skákdeild Fjölnis í fyrstu umferð Litlu Bikarkeppninnar.
Hraðskákkeppni taflfélaga
Úrslit/pörun átta liða úrslita
- Skákfélag Akureyrar – Víkingaklúbburinn (SA vann – hef ekki lokatölur)
- Taflfélag Bolungarvíkur – TRuxvi (dags. ekki vituð)
- Taflfélag Reykjavíkur – Skákfélagið Huginn a-sveit (31. ágúst í TR)
- Skákfélagið Huginn b-sveit – Taflfélag Garðabæjar (28. ágúst í Garðabæ)
Litla bikarkeppnin
Úrslit/pörun fyrstu umferðar
- Skákfélag Íslands – Skákgengið (dags. ekki þekkt)
- Ungmennasamband Borgarfjarðar – Skákfélag Selfoss og nágrennis 34-38
- Vinaskákfélagið – Skákdeild Fjölnis (dags. ekki vituð)
- Skákdeild Hauka – Skákfélag Reykjanesbæjar (dags. ekki vituð)
Átta liða úrslitum á að vera lokið í sl. 31. ágúst.
Föstudaginn 28. ágúst fer svo fram viðureign Hugins b og Taflfélags Garðabæjar. Teflt verður í betrunarhúsinu kl. 19:30.