Önnur umferð Meistaramóts Hugins fór fram í kvöld.. Eins og í fyrstu umferð var nokkuð um óvænt úrslit. Hjörtur Kristjánsson (1281) sýndi það að jafnteflið gegn Veroniku í fyrstu umferð var engin tilviljun og vann Róbert Luu (1460). Óskar Long (1667) gerði jafntefli við Jón Trausta Harðarson (2117) og sama gerðu Aron Þór Mai (1478) og Arnar Heiðarsson (1055). Þetta er mjög ólík byrjun miðað við meistaramótið í fyrra þar sem fátt var um óvænt úrslit í fyrstu þremur umferðunum. Það er svo spurning hvort framhald verður á í 3.umferð en ekki verður parað í hana fyrr en annað kvöld þar sem einni viðureign var frestað. Staðan á toppnum er ennþá nokkuð óljós en fimm keppendur eru jafnir með fullt hús en það eru Einar Hjalti Jensson, Davíð Kjartansson, Loftur Baldvinsson, Björn Hólm Birkisson og Bárður Örn Birkisson. Það er því ekki von á því að línur verði farnar að skýrast fyrr en í fyrsta lagi eftir 3. umferð.

Dagskrá mótsins:

1. umferð, mánudaginn, 24. ágúst, kl. 19:30
2. umferð, þriðjudaginn, 25. ágúst, kl. 19:30
3. umferð, fimmtudaginn, 27. ágúst, kl. 19:30
4. umferð, mánudaginn, 31. ágúst, kl. 19:30
5. umferð, þriðjudaginn, 1. september, ágúst, kl. 19:30
6. umferð, fimmtudaginn, 3. september, kl. 19:30
7. umferð, mánudaginn, 7. september, kl. 19:30.