Reyknesingar unnu nokkuð óvæntan sigur á Akureyringum í viðureign félaganna sem fram fór sl. sunnudag í húsnæði Skáksambandsins. Reyknesingar sigruðu 39-33.
Lið Reyknesinga skipuðu Björgvin Jónsson, Jóhann Ingvason, Örn Leó Jóhannsson, Siguringi Sigurjónsson, Agnar Ólsen og Guðmundur Sigurjónsson.
Fyrir Akureyringa tefldu Halldór Brynjar Halldórsson, Stefán Bergsson, Jón Þ. Þór, Loftur Baldvinsson, Sigurjón Sigurbjörnsson, Símon Þórhallsson og Óskar Long Einarsson.

