img_3754.jpg

Skákdeild Fjölnis vann öruggan sigur á Taflfélagi Garðabæjar í fyrstu umferð (16 liða úrslitum) Hraðskákkeppni taflfélaga.

Á Facebook-síðu TG segir:

Okkar menn voru full gjafmildir á vinninga í kvöld gegn sterkum andstæðingum frá Skákdeild Fjölnis í hraðskákkeppni taflfélaga, auk þess sem okkar menn voru einum færri fram að hálfleik vegna mismunandi ástæðna, Svanberg Pálsson sem kom inn sem varamaður tefldi því bara 6 skákir.

Staðan í hálfleik var 9,5 vinningur TG gegn 26,5 vinning. Lokastaðan varð svo 16 vinningar gegn 56 og TG því úr leik í img_3758.jpgmótinu í ár.

Guðlaug Þorsteinsdóttir var sú eina sem eitthvað stóð í andstæðingunum með 6 vinninga af 12. mögulegum. Hjá Fjölnismönnum var stórmeistarinn Héðinn Steingrímsson bestur með 10,5 vinning af 11 og sama vinningshlutfall var hjá Tómasi Björnssyni. Aðrir fengu lítið minna.

TG óskar Fjölnismönnum góðs gengis í framhaldinu.

Úrslitn (hægt að stækka)

10577063_717217641648852_5757135531494630895_n.jpg