Hraðskákmót Goðans 2009.

Hraðskákmót Goðans 2009 verður haldið mánudaginn 28 desember á Húsavík.  Mótið fer fram í Framsýnar-salnum að Garðarsbraut 26 og hefst stundvíslega kl 13:00. Reiknað er með því að mótslok verði kl 15:45.

Tefldar verða 11 umferðir eftir monrad-kerfi. Verðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu sætin, auk farandsbikars fyrir sigurvegarann. Núverandi hraðskákmeistari Goðans er Smári Sigurðsson.  Einnig verða veitt verðlaun fyrir þrjá efstu í yngri flokki (16 ára og yngri)

Þátttökugjald er 500 krónur fyrir fullorna en 250 krónur fyrir 16 ára og yngri.  

Áhugasamir eru beðnir um að skrá sig til keppni hjá formanni lyngbrekka@magnavik.is eða í síma 4643187 og 8213187 í síðasta lagi 5 mín fyrir mótsbyrjun.