Huginn tekur þátt í Evrópukeppni Taflfélaga sem fer fram í Bilbao á Spáni 13. – 21. september. Félagið hefur ekki sent áður lið í Evrópukeppnina en Hellir einn af forverum félagsins hefur mörgum sinnum sent lið til keppninnar og síðast var það 2011 þannig að það má segja að kominn hafi verið tími á það að senda lið aftur í keppnina. Aðstæður og framkvæmd mótsins virðast vera til fyrirmyndar eins og fram kemur á heimasíðu mótsins ECC14. Þar er einnig hægt ad skoða þau lið sem taka þátt í keppninni. Það er tiltölulega þægilegt að komast á keppnisstað, tvö flug og við sóttir út á flugvöll.
Liðinu fylgja bestu óskir um gott gengi en það skipa:
- Gawain Jones
- Robin van Kampen
- Þröstur Þórhallsson
- Einar Hjalti Jensson
- Hlíðar Þór Hreinsson
- Magnús Teitsson
- Vigfús Ó. Vigfússon varamaður og liðstjóri
