Davíð og dóttirDavíð Kjartansson (2331) hélt áfram sigurgöngu sinni á Meistaramóti Hugins síðastliðið þriðjudagskvöld þegar hann vann áttundu skákina í röð ! Fórnarlamb kvöldsins var Vigfús Ó. Vigfússon (1962). Sævar Bjarnason (2095) varð í öðru sæti með 7 vinninga og Stefán Bergsson (2098) varð þriðji meðDawid og bikarar6 vinninga. fjórði varð Dawid Kolka (1730) með 5,5 vinninga. Dawid varð þar með skákmeistari Hugins á suðursvæði. Glæsilega gert hjá þessum unga og efnilega skákmanni,

Lokastöðu mótsins má nálgast á Chess-Results.

Búið er finna út hverjir unnu til aukaverðlauna á Meistarmóti Hugins en það eru:

  • Skákmeistari Hugins, kr. 10.000: Dawid Kolka
  • Undir 2000, bók hjá Sigurbirni kr. 5.000: Vigfús Ó. Vigfússon
  • Undir 1800, bók hjá Sigurbirni kr.  5.000: Árni Guðbjörnsson
  • Undir 1600, bók hjá Sigurbirni kr. 5.000: Guðmundur Agnar Bragason.
  • Sigalausir, bók hjá Sigurbirni kr. 5.000: Sindri Snær Kristófersson

Unglingaverðlaun:

  1. Bók hjá Sigurbirni kr. 5.000: Björn Hólm Birkisson
  2. Bók hjá Sigurbirni kr. 4.000: Gauti Páll Jónsson
  3. Bók hjá Sigurbirni kr. 4.000: Bárður Örn Birkisson

Vinningshafar velja sér bók við hæfi hjá skákbókasölu Sigurbjarnar.