Atskákmót Íslands fór fram á Hótel Natura í dag. Tefldar voru 9 umferðir eftir svissneska kerfinu með 15 mínútna umhugsunartíma. Huginsmenn fóru mikinn á mótinu því að þeir hrepptu 6 af 8 efstu sætunum.

Úrslit urðu þau að Helgi Ólafsson, stórmeistari, varð efstur með 7,5 vinninga en í öðru sæti og jafn honum að vinningum varð stórmeistarinn Hjörvar Steinn Grétarsson.

Alþjóðlegi meistarinn Einar Hjalti Jensson vó á báðar hendur. Hann hreppti  þriðja sætið með 7 vinninga og hækkaði um tæp 40 elóstig fyrir frammistöðuna. Jöfn honum að vinningum voru alþjóðlegi meistarinn Bragi Þorfinnsson og stórmeistari kvenna, Lenka Ptácníková, sem hlaut jafnframt verðlaun fyrir að vera efst skákmanna undir 2.300 elóstigum.

Mótið á Chess-Results

Lokastaða efstu manna:

1 3 GM Ólafsson Helgi ISL 2525 Huginn 7,5 57,5 45,0 48,25
2 1 GM Grétarsson Hjörvar ISL 2548 Huginn 7,5 53,5 42,0 43,75
3 10 IM Jensson Einar Hjalti ISL 2371 Huginn 7,0 53,5 42,0 39,50
4 5 IM Þorfinnsson Bragi ISL 2455 TR 7,0 51,0 39,5 38,00
5 14 WGM Ptácníková Lenka ISL 2267 Huginn 7,0 47,5 37,0 33,00
6 4 GM Þórhallsson Þröstur ISL 2487 Huginn 6,5 53,0 42,0 35,75
7 9 IM Gunnarsson Jón Viktor ISL 2394 TR 6,5 52,0 41,5 35,25
8 2 GM Kristjánsson Stefán ISL 2535 Huginn 6,5 51,5 39,5 35,25
9 8 IM Þorfinnsson Björn ISL 2412 TR 6,5 51,0 39,5 33,50
10 6 IM Kjartansson Guðmundur ISL 2449 TR 6,5 50,5 38,5 33,25