img_2617153 krakkar tóku þátt í Jólapakkamóti Hugins sem fram fór í Ráðhúsi Reykjavíkur 19. desember sl. Mótið var því nú sem endranær fjölmennasta krakkamót ársins. S. Björn Blöndal, formaður borgarráðs, setti mótið og lék af því loknu fyrsta leik mótsins fyrir Óskar Víking Davíðsson. Fjörið var hafið!

12395404 10153320665123297 1872571021 n

Teflt var í sex flokkum og voru keppendur allt frá 4 ára aldri og upp í 16 ára aldur. Margir sterkir skákmenn hófu sinn skákferil á Jólapakkamótinu og má þar nefna nýjasta stórmeistara okkar Íslendinga Hjörvar Stein Grétarsson. Nú sem endranær tóku nánast allir sterkustu skákmenn landsins af yngri kynslóðinni þátt.

IMG 2620Úrslitin eru ekki aðalatriðinu á Jólapakkamótinu heldur gleðin. Allir keppendur mótsins voru leystir út með nammi frá Góu-Lindu og Andrésar Andar-blaði frá Eddu útgáfu. Allir verðlaunahafar fengu jólapakka sem og heppnir keppendur.

Í pökkunum voru meðal annars: bækur, bakpokar, bíómiðar, dót af ýmsu tagi, hamborgarar, mynddiskar, púsluspil, skáknámskeið, töfl og fleira. Meðal vinninga voru ýmsir vinningar frá Landsbankanum, Vampírufræði fráBjarti/Veröld, Meistarar skáksögunnar eftir Jón Þ. Þór (útgefandi Ugla), Yfir farinn með veg með Bobby Fischer eftir Garðar Sverrisson (útgefandi Skrudda), gjafabréf frá Hamborgarafabrikkunni, bíómiðar fráSambíóunum, Bluetooth hátalari frá Sjónvarpsmiðstöðinni og áskrift aðStöð 2. Aðrir sem gáfu gjafir í pakka voru Bókabeitan, Ferill verkfræðistofa,Skáksamband Íslands og Skákskóli Íslands.

Eftirtaldir studdu studdu við mótið og er þeim færðar miklar þakkir fyrir:

Body Shop, Faxaflóahafnir, G.M. Einarsson – múrarameistari, Gámaþjónustan, HBTB, Hjá Dóra, Íslandsspil, ÍTR, Kaupfélag Skagfirðinga, Nettó í Mjódd, Olís, Reykjavíkurborg, Suzuki bílar, Valitor, Arion banki og Íslandsbanki

Mót eins og Jólapakkamótið fer ekki fram án öflugra starfsmanna. Eftirtaldir starfsmenn komu að mótinu:

IMG 2616

Edda Sveinsdóttir, Elín Edda Jóhannsdóttir, Gunnar Björnsson, Kristján Halldórsson, Kristófer Ómarsson, Vigfús Ó. Vigfússon, Jón Árni Halldórsson, Jón Olaf Fivelstad, Hildur Berglind Jóhannsdóttir, Erla Hlín Hjálmarsdóttir, Kristín Steinunn Birgisdóttir, Róbert Lagerman, Lenka Ptacnikova, Kristín Hrönn Þráinsdóttir, Þóra Björk Eysteinsdóttir, Baltasar Máni Wedholm Gunnarsson, Andrea Margrét Gunnarsdóttir, Anna Sigríður Kristófersdóttir, Sindri Snær Kristófersson, Stefán Bergsson, Davíð Ólafsson, Ólafur Þór Davíðsson, Rósa Margrét Hjálmarsdóttir, Adam Omarsson og Jósef Omarsson.

Fá þessi aðilar allir bestu þakkir fyrir.

En þá eru það úrslitin.

A-flokkur (2000-02)

12421741 10153320664748297 185530469 n

Bárður Örn Birkisson vann öruggan sigur með fullu húsi. Í 2.-3. sæti urðu Björn Hólm Birkisson og Aron Þór Mai.

12404378 10153320664788297 1922010423 n

Nansý Davíðsdóttir varð efst stúlkna. Katla Torfadóttir varð önnur og Valgerður Jóhannesdóttir þriðja.

14 tóku þátt.

Nánar á Chess-Results.

B-flokkur (2003-04):

12165957 10153320664868297 328482881 n

 

Vignir Vatnar Stefánsson vann með fullu hús. Mykhaylo Kravchuk og Alexander Oliver Mari urðu í 2.-3. sæti.
Rakel Tinna Gunnarsdóttir varð efst stúlkna, Elín Edda Jóhannsdóttir önnur og Sigrún Ásta Jónsdóttir þriðja.

29 tóku þátt.

Nánar á Chess-Results.

C-flokkur: (2005-06):

12404173 10153320664913297 894129630 n

 

Óskar Víkingur Davíðsson og Róbert Luu urðu efstir og jafnir með fullt hús. Baltasar Máni Wedholm, Gunnarsson, Joshua Davíðsson, Jón Hreiðar Rúnarsson, Guðni Viðar Friðriksson og Stefán Orri Davíðsson urðu næstir með 4 vinninga.

10524174 10153320664948297 1825898435 n

 

Freyja Birkisdóttir verða efsta stúlkna. Þórdís Agla Jóhannsdóttir og Elísabet Xiang Sveinbjörnsdóttir komu næstar.

39 tóku þátt

D-flokkur (2007-08):

Adam Omarsson og Brynjar Emil Kristjánsson urðu efstir og jafnir með fullt hús. Andri Hrannar Elvarsson, Emil Gauit Vilhelmsson og Gunnar Erik Guðmundsson urðu næstir stráka með 4 vinninga.

Ólöf María Bergvinsdóttir og Eva Björg Jóhannesdóttir urðu efstar stúlkna með 4 vinninga. Kristín Sara Arnardóttir varð þriðja.

44 tóku þátt.

E-flokkur (2009-10):

Bjartur Þórisson sigraði með full húsi. Einar Dagur Brynjarsson varð annar með 4 vinninga. Sindri Snær Hjaltason og Ísarr Logi Arnarsson koma næstir með 3,5 vinninga.

Sólveig Freyja Hákonardóttir varð efst stúlkna. Guðrún Fanney Briem og Silja Vignisdóttir komu næstar.

Peðaskák (2009-12)

12399469 10153320664973297 647417241 nEmil Kári Jónsson, Jósef Omarsson og Víkingur Eldon Arnarsson rðu efstir og jafnir.

Svandís María Gunnarsdóttir varð efst stúlkna. Svandís María Gunnarsdóttir og Nicole Dís Doncada Guðmunsdóttir komu næstar.

Alls tóku 9 þátt.

Skákfélagið Huginn þakkar öllum krökkunum kærlega fyrir þátttökuna!

Skrár tengdar þessari bloggfærslu: