21.5.2012 kl. 22:37
Irina Krush bandarískur skákmeistari kvenna.
Irina Krush (2457) varð í gær bandarískur skákmeistari kvenna. Hún vann Anna Zatonskih (2510) í úrslitaeinvígi 2-0 en þær höfðu komið jafnar í mark á sjálfu aðalmótinu með 7 vinninga í 9 skákum. Rusudan Goletiani (2333) varð í þriðja sæti með 5½ vinning.
Irina Krush í Reykjavík Open í mars sl. Mynd; Hrafn Jökulsson.
Irina gekk til liðs við Goðann í mars sl. og er hún því annar landsmeistari Goðans í skák, en Björn Þorsteinsson varð Íslandsmeistari í tvígang á sínum tíma.