Í gær var dregið í aðra umferð Hraðskákeppni taflfélaga. Íslandsmeistarar Hugins og hraðskákmeistarar taflfélaga, Taflfélags Reykjavíkur, mætast í átta liða úrslitum en þessi lið mættust í úrslitum í fyrra.

Einnig var dregið í Litlu bikarkeppnina sem nú fer fram í fyrsta sinn en þar mætast liðin sem töpuðu í fyrstu umferð.

Það var Ólafur S. Ásgrímsson, yfirdómari keppninnar, sem dró. Drátturinn fór fram í kaffistofu Björgunar.

Hraðskákkeppni taflfélaga:

  • Skákfélag Akureyrar – Víkingaklúbburinn
  • Vinaskákfélagið/Taflfélag Bolungarvíkur – Skákdeild Hauka/TRuxvi
  • Taflfélag Reykjavíkur – Skákfélagið Huginn a-sveit
  • Skákfélagið Huginn b-sveit – Taflfélag Garðabæjar

Litla bikarkeppnin:

  • Skákfélag Íslands – Skákgengið
  • Ungmennasamband Borgarfjarðar – Skákfélag Selfoss og nágrennis
  • Vinaskákfélagið/Taflfélag Bolungarvíkur – Skákddeild Fjölnis
  • Skákdeild Hauka/TRuxvi – Skákfélag Reykjanesbæjar

Annarri umferð á að vera lokið eigi síðar en 30. ágúst nk.