7.10.2010 kl. 12:58
Íslandsmót skákfélaga hefst á morgun.
Íslandsmót skákfélaga, fyrri hluti, hefst kl 20:00 annað kvöld í Rimaskóla í Reykjavík.
Eins og kunnugt er teflir Goðinn fram þremur liðum í fyrsta skipti í sögu félagsins.
A-liðið teflir í 3. deild og er A-liðið geysi sterkt að þessu sinni. Góðir möguleikar eru á því að A-liðið vinni sig upp í 2. deild í vor.
B-liðið er einnig nokkuð sterkt og ætti það að vera í toppbaráttunni í 3. deild.
Þess má til gamans geta að ritstjóri skák.is, Gunnar Björnsson, spáir A-liðinu öðru sæti í 3. deild og þar með farseðilinn upp í 2. deild. Sömuleiðis spáir Gunnar B-liðinu öðru sæti í 4. deild og þar með farseðilinn upp í 3. deild að ári.
C-liði er teflt fram í fyrsta skipti, enda hefur fjölgað mikið í félaginu síðustu mánuði og því mögulegt að stilla upp þremur liðum. Ekki er búist við því að C-liðið blandi sér í toppbaráttuna í 4. deild.
Enn fjölgar þátttökuliðum í Íslandsmóti skákfélaga, en 26 lið eru skráð til leiks í 4. deild og það þrátt fyrr að fjölgað hafi verið í 3. deild um 8 lið frá því í fyrra.
Ef ekki hefði komið til fjölgunar í 3. deild í vor hefðu 34 lið verið í 4. deildinni í ár.
Íslandsmótið er komið inn á chess-results. Þegar þetta er skrifað er ekki búið að para í 4. deild.
3. deildin. http://chess-results.com/tnr38867.aspx?art=0&lan=1&m=-1&wi=1000
4. deildin. http://chess-results.com/tnr38868.aspx?art=0&lan=1&m=-1&wi=1000