Íslandsmót Skákfélaga 2023-24 hefst kl 19:00 á morgun í Rimaskóla. Skákfélagið Goðinn er að sjálfsögðu með eins og vanalega og erum við stórhuga í ár og sendum 3 lið til keppni. A-liðið okkar teflir í fyrsta skipti í 3. deild og má sjá pörun hér.
Við erum að vonast til þess að A-liðið verði í toppbaráttunni í 3 deild, en við búumst ekki við að B og C-lið Goðans, sem tefla bæði í 4 deildinni, verði í toppbaráttunni þar.
Mönnun í sveitir Goðans gekk ágætlega og getum við stillt upp, hér um bil, okkar sterkasta mögulega liði. A-liðið fær a-lið SSON í fyrstu umferð. Síðan mætir liðið KR-c og Fjölnir-b. Skagfirðingar eru svo á dagskránni á sunnudag.
Pörun í 4. deild verður ekki ljós fyrr en síðdegis á morgun. Núna lítur út fyrir að 17 lið keppi í 4 deildinni í ár.
Það er ekki lítið mál að stilla upp 18 skákmönnum í 4 umferðir fyrir skákfélag af landsbyggðinni og hefur liðsstjóri Goðans setið sveittur undanfarnar vikur við að skipuleggja þannig að allt gangi upp.
En núna er allt orðið klárt, eða svona eins og það getur verið.
Áfram Goðinn !!